Gripla - 20.12.2017, Síða 93
93
Breytingarnar sem orðið hafa á sögunni í 510 miðað við 291 og Perg 7 benda
til að þær séu viðbætur af því tagi sem kallast amplificatio og hefur verið
þýtt sem „stigmögnun“ eða „þensla“. William ryding flokkar amplificatio
í tvennt, retórískt og efnislegt.39 Hið fyrra á við um viðbætur sem hafa
ekki mikil áhrif á byggingu og atburðarás heldur segja frá sömu atburðum
í lengra máli, samtöl eru fleiri og lýsingar orðmeiri. Efnislegar viðbætur
eru aftur á móti þannig að byggingin verður önnur, nýju efni er bætt við,
annað hvort fléttað saman við söguna eða bætt við fremst eða aftast. Ryding
bendir á að helstu heimildir um amplificatio á miðöldum séu ritgerðir um
skáldskaparfræði sem eiga rætur að rekja til latínurita. ryding fjallar meðal
annars um þróun amplificatio og segir:
of course, the word amplificatio did not, for the classical writers,
have anything to do with the lengthening of a narrative. on the
contrary, its application seems to have been strictly limited to the
manner of presenting an idea, giving it grandeur and magnitude,
exalting its importance, or heightening its effect. But the rules for
amplification, originally intended to give fullness to an exposition,
were ultimately applied to narrative and came to mean spinning out
the story, lengthening, widening, and heightening, stuffing it out
with the full complement of rhetorical devices.40
Síðar í sama riti fjallar ryding um lengd miðaldasagna og segir: „the general
idea was simply to make a story longer and more effective by providing
more in the way of circumstantial detail.“41 Skilgreiningar Rydings á am-
plificatio má vel heimfæra á þá þróun sem virðist hafa orðið á Jómsvíkinga
sögu og birtist í þeirri gerð sem er varðveitt í 510 líkt og dæmin úr textanum
hér að framan sýna. Þetta bendir eindregið til að sögugerðin í 510 sé ekki
aðeins varðveitt í yngsta handritinu heldur sé aukinheldur yngri gerð en
Perg 7 og 291. Stytting gerðarinnar í Perg 7 sýnir þannig andstæða hneigð,
því að eins og sýnt var hér áður bendir samanburður hennar við 291 til þess
að textinn hafi verið styttur.
Til samanburðar við þessa niðurstöðu má nefna fleiri sögur sem
varðveittar eru í fleiri en einni gerð. Sigurðar saga þögla er ein slíkra sagna
39 William Ryding, Structure in Medieval Narrative (Haag: Mouton, 1971), 65–66.
40 Sama rit, 66.
41 Sama rit, 79.
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U