Gripla - 20.12.2017, Side 94
GRIPLA94
og Matthew Driscoll hefur fært sannfærandi rök fyrir því að lengri gerðin
fylgi lögmálum amplificatio.42 Driscoll gefur fjölmörg dæmi úr handritunum
aM 596 4to (styttri gerð) og aM 152 fol. (lengri gerð) sem styðja mál hans
og sýna að bæði efni og orðalag benda til að lengri gerðin sé aukin útgáfa
styttri gerðarinnar. Hið sama má segja um Örvar-Odds sögu en svo vill
til að elsta handrit hennar er einmitt Holm perg 7 4to og sú gerð er mun
styttri en má finna í 15. aldar handritunum AM 343 a 4to og AM 471 4to.
Oskar Bandle hefur gert ágæta grein fyrir þeirri þróun sem má finna milli
gerðanna sem er að sumu leyti lík því sem hefur orðið í Jómsvíkinga sögu en
einnig ber nokkuð á milli.43 Ýmsar viðbætur má finna í lengri gerð Örvar-
Odds sögu líkt og í Jómsvíkinga sögu í 510, til dæmis er sagt frá atburðum
með fleiri orðum án þess að atburðarás breytist mikið og þá er lögð áhersla
á að viðbætur skýri orsakasamhengi atburða betur en í eldri gerð. Þó er
ákveðinn áherslumunur á hvers kyns viðbæturnar eru. Líkt og Bandle
bendir á hefur í Örvar-Odds sögu verið skotið inn efni sem gerir frásögnina
ýktari og fáránlegri; ævintýrum með yfirnáttúrulegum blæ hefur fjölgað.
Aftur á móti eru samtöl stundum styttri í yngri gerð en eldri eða frásögnin
orðríkari án þess að inntak dýpki.44 Þetta er andstætt því sem hefur orðið í
510 þar sem samtöl eru fleiri en í eldri gerðum og þegar kemur til dæmis
að þætti fjölnis og persónulýsingu Haralds Gormssonar hafa viðbæturnar
dýpkað efnið miðað við eldri gerðir.
Gísla saga Súrssonar er einnig gott dæmi um sögu sem er varðveitt í fleiri
en einni gerð. Hefð er fyrir því að fjalla um lengri og styttri gerð sögunnar
en að auki hefur verið til þriðja gerð sögunnar sem er aðeins varðveitt í
42 Sjá Matthew James Driscoll, „Introduction,“ Sigurðar saga þỏgla: The Shorter Redaction, útg.
Matthew James Driscoll (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1992), xcviii–
cxxxiii.
43 Oskar Bandle, „Um þróun Örvar-Odds sögu,“ Gripla 7 (1990): 51–71.
44 Oskar Bandle, „Um þróun Örvar-Odds sögu,“ 61–63. Sjá einnig t.d. Hans Jacob orning,
„Ǫrvar-oddr og senmiddelalderens adelskultur,“ The Legendary Sagas. Origins and
Development, ritstj. annette Lassen, agneta ney og Ármann Jakobsson (reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2012), 291–321 og enn fremur Hans Jacob orning, The Reality of the
Fantastic. The Magical, Political and Social Universe of Late Medieval Saga Manuscripts
(odense: university Press of Southern Denmark, 2017), 269–299. Hér er ekki rými til þess
að fjalla nánar um Örvar-Odds sögu en í ljósi þess að styttri gerð sögunnar er í sama handriti
og stutt gerð Jómsvíkinga sögu er rík ástæða til þess að kanna handritið betur í þessu tilliti.
Ég þakka ritrýni fyrir þessa góðu ábendingu.