Gripla - 20.12.2017, Qupperneq 95
95
broti.45 Emily Lethbridge hefur meðal annars borið saman gerðirnar og
bendir á að þær breytingar sem orðið hafa á textanum frá einni gerð til
annarrar hljóti að skýrast af því að skrifarar hafi endurskoðað söguna eftir
eigin höfði. Hún bætir við:
Such conscious alterations to an exemplar might have been effected
at any time by any number of individual copyists, perhaps in order
to make the Gísla saga narrative more meaningful in its contempor-
ary context for an audience, or to make it conform to an individual
copyist’s or potential audience’s sense and expectations of the
narrative with regard to its overall coherence, style and/or thematic
interest.46
Vésteinn ólason og Þórður Ingi Guðjónsson hafa einnig bent á í um-
ræðu um Gísla sögu að skrifarar hafi getað staðið frammi fyrir ýmsum
vandamálum líkt og rannsakendur í dag; þeir hafi mögulega haft aðgang
að munnlegum og skriflegum heimildum sem stönguðust á og valið úr eða
fléttað saman. Þetta sé mikilvægt að hafa í huga þegar fjallað er um gerðir
Gísla sögu.47
Þessa umræðu um gerðir Gísla sögu má vel heimfæra á þá þróun sem
orðið hefur á texta Jómsvíkinga sögu eins og hann birtist í 510. Áhugavert
er að beina sjónum sínum að viðtakendum og velta upp, líkt og Lethbridge
gerir, hvort að breytingar á textanum beri smekk áheyrenda og lesenda
vitni. Sverrir Tómasson vakti einmitt athygli á viðtökum í samanburði
sínum á gerðum Bandamanna sögu og lagði áherslu á að frásagnirnar varpi
45 Sjá nánar, Emily Lethbridge, „Gísla saga Súrssonar: textual Variation, Editorial Construc-
tions and Critical Interpretations,“ Creating the Medieval Saga: Versions, Variability and
Editorial Interpretations of Old Norse Saga Literature, ritstj. Judy Quinn og Emily Lethbridge
(odense: odense university Press, 2010), 127–134; sbr. einnig Þórður Ingi Guðjónsson,
„Editing the Three Versions of Gísla saga Súrssonar,“ Creating the Medieval Saga: Versions,
Variability and Editorial Interpretations of Old Norse Saga Literature, ritstj. Judy Quinn og
Emily Lethbridge (odense: odense university Press, 2010), 107–113.
46 Lethbridge, „Gísla saga Súrssonar: textual Variation, Editorial Constructions and Critical
Interpretations,“ 149.
47 Vésteinn ólason og Þórður Ingi Guðjónsson, „Sammenhængen mellem tolkninger og tekst-
versioner af Gísla saga,“ Den fornnordiska texten i filologisk och litteraturvetenskaplig belysning,
ritstj. Kristinn Jóhannesson, Karl G. Johansson og Lars Lönnroth (Gautaborg: Göteborgs
universitet, 2000), 108.
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U