Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 96
GRIPLA96
ekki síður ljósi á njótendur frásagnarinnar en þá sem skrifa eða semja.48
Hann færir góð rök fyrir því að viðtakendur skýri þann mun sem finna
má á gerðum Bandamanna sögu. Því er rökrétt að spyrja hvernig viðtak-
endur, þar með taldir einstakir skrifarar, hafa haft áhrif á þróun uppskrifta
Jómsvíkinga sögu.
Á sextándu öld hefur bókmenntaumhverfi Íslendinga breyst talsvert
frá þeirri þrettándu. uppskriftum á rómönsum og fornaldarsögum fjölgar
mikið eftir 1400 og stíll þeirra kann vel að hafa haft áhrif á bókmenntastíl
í uppskriftum eldri sagna.49 í Jómsvíkinga sögu í 510 er ljóst að ef miðað
er við sögugerð frá 13. öld hefur textinn verið bættur, einkum með
smáatriðum og samtölum. Ekki er útilokað að höfundur eða höfundar
gerðarinnar hafi haft úr fjölbreyttari heimildum að velja en eldri sagnarit-
arar. Líkt og fyrr er getið varðveitir 510 meiri kveðskap en aðrar gerðir
sögunnar sem bendir til að honum hafi verið bætt við á einhverju stigi í
uppskriftum sögunnar.50 Almennt hefur breytileikinn ekki stórvægileg
áhrif á gang mála en dregur persónur og atburði skarpari dráttum. Þetta
getur vísað til væntinga áheyrendahóps sem hefur í hávegi myndrænar lýs-
ingar og sviðsetningu. Persónur Fjölnis og Haralds Gormssonar í 510 geta
enn fremur bent til kröfu um berorðari lýsingar, ekki dugi að gefa í skyn
eða tala undir rós.
5. Niðurstaða
Rannsóknir á textageymd Jómsvíkinga sögu hafa jafnan haft það markmið
að rekja sem nákvæmast einstakar orðabreytingar og útskýra þróun textans
til þess að varpa ljósi á uppruna sögunnar og mögulegan frumtexta hennar.
Aldrei hefur ríkt eining um niðurstöðuna og hugmyndir um hvernig eigi
48 Sverrir Tómasson, „Bandamanna saga og áheyrendur á 14. og 15. öld,“ Skírnir 167 (1977):
97–117.
49 um elstu uppskriftir, þýðingar og endurritun rómansa má t.d. lesa hjá Marianne Kalinke
sem í nýlegri bók bendir á hvernig orðaforði, sviðsetning og samtöl taka breytingum þegar
rómönsur eru skrifaðar upp eftir eldri gerðum, sjá Marianne Kalinke, Stories Set Forth with
Fair Words (Cardiff: university of Wales Press, 2017). um bókmenntir, sérstaklega róm-
önsur, í sögulegu samhengi á fimmtándu og sextándu öld sjá t.d. Jürg Glauser, Isländische
Märchensagas: Studien zur Prosaliteratur im spätmittelalterlichen Island (Basel: Helbing &
Lichtenhahn, 1983), 50–60 og 219–233.
50 Sjá t.d. Judith Jesch, „Jómsvíkinga Sǫgur and Jómsvíkinga Drápur: texts, Contexts and Inter-
texts,“ Scripta Islandica 65 (2014): 85–89.