Gripla - 20.12.2017, Page 137
137
Á G r I P
“Löngu hefir hann því fyrirgert, at nökkurar tengdir sé við hann virðandi”: Óvættir,
fjölskylduklofningur og menningarlegt mikilvægi útlagasagnanna
Lykilorð: Íslendingasögur, vanskapanafræði, skrímslafræði, útlagasögur
íslendingasögurnar þrjár sem fjalla um útlaga hafa löngum hrifið bæði fræðimenn
og almenna lesendur og spurningin um það hvers vegna miðaldafólk sagði sögur af
mönnum sem standa utan samfélagsins, en eru hetjur þrátt fyrir það, hefur verið
viðfangsefni fræðimanna í mörg ár. Þessar rannsóknir hafa helst snúist um aðal-
persónur sagnanna og fjölskyldur þeirra þar sem ættmennin leika stórt hlutverk
í sögunum: Gísli verður útlægur fyrir að drepa einn mág sinn til að hefna fyrir
dráp annars; Hörður treystir engum frænda sinna, og leiðir það að lokum til falls
hans; og erfitt samband Grettis við föður sinn virðist vera orsök glannalegrar og
ofbeldisfullrar hegðunar hans seinna á lífsleiðinni. En af hverju er einblínt svo
á samband einstaklinganna við ættmenni sín í þessum sögum? og hvers vegna
voru Íslendingar – bæði á miðöldum og í nútímanum – svo hugfangnir af þessum
jaðarsettu, mannskæðu persónum? Í greininni er þessum spurningum velt upp
og reynt að svara þeim með því að beita aðferðum skrímslafræða. Skrímslið, sem
skepna sem bendir til eða ber jafnvel í sér merkingu út fyrir sjálfa sig, hentar
vel til þess að skoða það sem snertir félagslegt og menningarlegt umhverfi þess
samfélags sem bókmenntirnar urðu til í. Hingað til hafa útlagar ekki verið taldir
með skrímslum eða óvættum í Íslendingasögum og þess vegna skiptist greinin í
fjóra hluta. Í upphafi er hugtakið um félagslega óvætti skilgreint, byggt á kenn-
ingum Cohens um skrímsli, en aðlagað að sérstökum aðstæðum íslendingasagna.
Hugtakinu er síðan beitt á þessa þrjá þekktustu útlaga áður en umræðan snýst
að þeim sem hluta af fjölskyldu og tengslum þeirra við hana. Að lokum er litið á
óvættaútlagann í sinni klofnu og kljúfandi fjölskyldu sem einkenni fyrir áhyggjur
íslensks miðaldasamfélags af sundrungu innan ættarinnar.
Rebecca Merkelbach
Deutsches Seminar/Skandinavistik
Wilhelmstr. 50
DE-72074 Tübingen
rebecca.merkelbach@philosophie.uni-tuebingen.de
“HE HaS LonG forfEItED aLL KInSHIP tIES”