Gripla - 20.12.2017, Page 139
139
aÐaLStEInn HÁKonarSon
uM norÐLEnSKan ÓSIÐ oG
BÓKStafSnafnIÐ JE
1. Inngangur
í heimild frá miðri 17. öld eru varðveittar athugasemdir Brynjólfs
Sveinssonar (1605–1675), biskups í Skálholti, um ritun og framburð orða
eins og fé, mér og sér.1 Um er að ræða bréf sem hann ritaði danska
fræðimanninum ole Worm (1588–1654) árið 1651 í tilefni af endurútgáfu
rúnafræði Worms.2 í bréfinu gerir Brynjólfur athugasemdir við tvo staði
í rúnafræðinni þar sem ritað er „ie“ í orðunum fé, mér og sér (bréfið hefur
komið út í danskri þýðingu sem hér er birt ásamt latneska frumtext-
anum):
fyrri athugasemd:
ᚠ non fie, sed fe semper scriptum, semper scribendum et pron-
unciandum est. Je inculcavit vitiosa recentiorum consvetudo,
qva laborant inter nostrates inprimis Septentrionalis qvadrantis
incolæ, adeo ut e vocalem etiam je pronuncient, ab illis autem ad
alios longe lateqve serpsit.3
ᚠ ikke „fie,“ men altid skrevet „fe“ og bør altid skrives og udtal-
es saaledes. Men „je“ er blevet os paanødet af den daarlige nu-
1 Ég hef átt afar gagnlegar samræður um athugasemdirnar við Hauk Þorgeirsson, Jón axel
Harðarson og Katrínu axelsdóttur. Ég flutti erindi um þær á 31. rask-ráðstefnunni, 28.
janúar 2017, og komu áheyrendur þar með mjög nytsamlegar ábendingar. Jón Axel, Katrín
og tveir ónafngreindir ritrýnar Griplu lásu greinina yfir og bentu á margt sem betur mátti
fara. Jón Axel hefur auk þess aðstoðað mig við að lesa athugasemdir Brynjólfs og aðrar latn-
eskar heimildir. Öllum ofangreindum þakka ég kærlega fyrir hjálpina. Ég einn ber ábyrgð
á því sem rangt kann að vera farið með hér á eftir.
2 Ole Worm, [Runir], seu Danica literatura antiquissima, vulgò Goticha dicta, 2. útg. aukin og
bætt (Kaupmannahöfn: Melchior Martzan & Georgius Holst, 1651).
3 Ole Worm’s Correspondence with Icelanders, útg. Jakob Benediktsson, Bibliotheca Arnamag-
n æana 7 (Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, 1948), 131.
Gripla XXVIII (2017): 139–169