Gripla - 20.12.2017, Síða 142
GRIPLA142
Önghljóðskennda afbrigðið, sem einkenndi fram burð Norðlendinga, var,
að dómi Björns, ástæða þess að Brynjólfi þótti nýi framburðurinn meira
áberandi fyrir norðan.
Niðurstöður Björns hafa ekki hlotið miklar undirtektir, en þeim hefur
þó ekki verið mótmælt eindregið hingað til. Björn K. Þórólfsson lýsti
efasemdum um að orð biskups gæfu tilefni til að draga ályktanir um
mállýskumun11 og undir þær tók Hreinn Benediktsson.12 Á hinn bóginn
styðst Jóhannes L. L. Jóhannsson að miklu leyti við niðurstöður Björns
Magnússonar ólsen í umfjöllun um é í hljóðsögu sinni.13 Einnig hefur
Haraldur Bernharðsson lýst þeirri skoðun að túlkun Björns eigi við rök
að styðjast, að minnsta kosti að því er viðkemur einhljóðsframburði é á 17.
öld.14
í þessari grein er ætlunin að fara vel yfir athugasemdir Brynjólfs og
færa rök fyrir þeirri túlkun á þeim sem sett var fram hér að framan. í þeim
tilgangi verður fyrst, í 2. kafla, hugað að uppruna je, hljóðasambandsins
sem orð eins og fé, mér og sér höfðu fengið í síðari alda máli. í 3. kafla verða
athugasemdirnar skoðaðar rækilega og forsendur einstakra þátta nýrrar
túlkunar þeirra skýrðar. Jafnframt því verður túlkun Björns Magnússonar
ólsen gagnrýnd. Líkt og áður var minnst á er áhugavert að í máli bisk-
ups komi fram að norðlendingar hafi nefnt hljóðstafinn „e“ nafninu je.
Í 4. kafla verða leiddar líkur að því að í fornmáli hafi nafn „e“ verið é og
að nafnið je í síðari alda máli endurspegli hljóðrétta þróun þess. auk þess
kemur fram að til eru sjálfstæðar heimildir um að þetta nafn hafi lifað fram
á síðari hluta 17. aldar. í 5. kafla verða helstu niðurstöður teknar saman.
11 Björn K. Þórólfsson, Um íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu
(reykjavík: Háskólaráð Íslands, 1925), xiv.
12 Hreinn Benediktsson, „Icelandic Dialectology: Methods and results,“ Íslenzk tunga 3
(1961–1962): 96–97.
13 Jóhannes L. L. Jóhannsson, Nokkrar sögulegar athuganir um helztu hljóðbreytingar o. fl. í
íslenzku, einkum í miðaldarmálinu (1300–1600) (reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
munds sonar, 1924), 13– 19. Í ritdómi um verk Jóhannesar gerði Björn K. Þórólfsson athuga-
semdir við túlk un hans á ummælum Brynjólfs, ritdómur um Nokkrar sögulegar athuganir um
helztu hljóðbreytingar o. fl. í íslenzku, einkum í miðaldarmálinu (1300–1600) eftir Jóhannes L.
L. Jóhannsson, Arkiv för nordisk filologi 42 (1926): 78–79. Sjá einnig svar Jóhannesar, „Svar,“
Arkiv för nordisk filologi 42 (1926): 277–278.
14 Haraldur Bernharðsson, Málblöndun í sautjándu aldar uppskriftum íslenskra miðaldahandrita,
Málfræðirannsóknir 11 (reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands, 1999), 136–138.