Gripla - 20.12.2017, Síða 143
143
2. uppruni je í síðari alda máli
Athugasemdir Brynjólfs fjalla um orð eins og fé, mér og sér. Að því gefnu
að á hans tíð hafi breytingin é > je verið gengin yfir áttu slík orð það
sameigin legt að í þeim var hljóðasambandið je. Þeim er að vísu einnig
sammerkt að í fornmáli höfðu þau langa einhljóðið é, en vafasamt er að
þekking Brynjólfs á fornmáli hafi verið slík að hann hafi gert sér grein
fyrir því. Þá er þess að geta að ekki öll orð með je í síðari alda máli höfðu
é í öndverðu, í sumum þeirra var áður stutt e. Þegar Brynjólfur talar um
fé, mér, sér og „slík orð“ („tales voces“) hefur hann líklega átt við orð er í
síðari alda máli höfðu je.
Um þróun langa einhljóðsins é í forníslensku til hljóðasambandsins
je í síðari alda máli hafa fjallað ítarlegast þeir Björn Magnússon ólsen,
Jóhannes L. L. Jóhannsson og Björn K. Þórólfsson.15 Hugmyndir þeirra
tveggja síðarnefndu eru líkar um sumt en um annað greindi þá á. Báðir
gerðu ráð fyrir tveimur meginstigum í þróuninni. Hið fyrra var tvíhljóðun,
sem var hafin á 13. öld, en hið síðara önghljóðun fyrri hluta tvíhljóðsins sem
átti sér stað nokkrum öldum síðar, en eftir þá breytingu var ekki lengur
15 Jóhannes L. L. Jóhannsson, Nokkrar sögulegar athuganir, 11–19; Björn K. Þórólfsson, Um
íslenskar orðmyndir, xiv. Greinargerð Björns Magnússonar ólsen fyrir breytingu é > je
byggist að verulegu leyti á títtnefndum athugasemdum Brynjólfs og því er hún látin liggja
milli hluta hér (sjá nánar í 3. kafla). Þó má nefna að hugmynd, sem fram kemur bæði hjá
Jóhannesi og Birni K. Þórólfssyni, þess efnis að é hafi upphaflega breyst í tvíhljóð en fyrri
liður tvíhljóðsins síðar orðið að önghljóði, er einnig sett fram í grein Björns Magnússonar
Ólsen, „overgangen,“ 192. Yngri umfjallanir um þróun é bæta litlu við það sem fram
kemur hjá Jóhannesi og Birni K. Þórólfssyni, sjá t.d. Hrein Benediktsson, „the Vowel
System of Icelandic: a Survey of Its History,“ Word 15 (1959): 298 [Endurprentun: Hreinn
Benediktsson, Linguistic Studies, Historical and Comparative, ritstj. Guðrún Þórhallsdóttir,
Höskuldur Þráinsson, Jón G. friðjónsson og Kjartan ottósson, 50–73 (reykjavík:
Mál vísindastofnun Háskóla Íslands, 2002), 63]; tryggve Skomedal, „Einiges über die
Geschichte des isländischen Vokalsystems,“ Tilegnet Carl Hj. Borgstrøm. Et festskrift på
60-årsdagen 12.10.1969 fra hans elever, ritstj. Hreinn Benediktsson et al., 134–143 (oslo,
Bergen, tromsø: universitetsforlaget, 1969), 138–140; Stefán Karlsson, „tungan,“ 8.
[Endurprentun: Stefán Karlsson, Stafkrókar, 24]; Jón Axel Harðarson, Das Präteritum
der schwachen Verba auf -ýja im Altisländischen und verwandte Probleme der altnordischen
und germanischen Sprachwissenschaft, Innsbrücker Beiträge zur Sprachwissenschaft 101
(Innsbruck: Sprachwissenschaftliches Institut der universität Innsbruck, 2001), 53–54;
Kristján Árnason, Hljóð, Handbók um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði, íslensk tunga 1
(reykjavík: almenna bókafélagið, 2005), 333.
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E