Gripla - 20.12.2017, Page 144
GRIPLA144
um tvíhljóð að ræða heldur runu önghljóðs og sérhljóðs, je.16 Þeir voru hins
vegar ósammála um eðli tvíhljóðsins sem varð til við fyrri breytinguna.
Jóhannes gerði ráð fyrir að við tvíhljóðunina hefði fyrri hluti langa
einhljóðsins é orðið nálægari og frálíkst síðari hlutanum, þ.e. é [eː] > ie [iɛ]
(einnig með lækkun síðari hlutans). tvíhljóðið ie var, að mati hans, runa
tveggja stuttra sérhljóða sem saman höfðu hljóðdvöl langs sérhljóðs.17
í þessu felst að ie var álitið sama eðlis og t.d. gömlu tvíhljóðin au og ei,
en frábrugðið runum hálfsérhljóðs og sérhljóðs, t.d. ja, sem ekki hafði
hljóðdvöl langs sérhljóðs, eða jó þar sem ó var langt eitt og sér. Björn taldi á
hinn bóginn að breyting é hefði orðið þannig að „ljettihljóð (d. lydforslag)“
hefði myndast framan við langa einhljóðið og úr hefði orðið tvíhljóðið ié.
Þetta hljóð var runa hálfsérhljóðs, sem Björn kallar hálfhljóð eða sam-
hljóðs-i, og langs sérhljóðs, alveg sambærilegt við t.d. já eða jó.18
Jóhannes og Björn tengja báðir tvíhljóðun é við ritháttarbreytinguna „e“
(fyrir é) > „ie“ sem fyrst verður vart í handritum frá því snemma á 13. öld.19
Raunar felur þessi breyting í sér vísbendingu um eðli tvíhljóðsins sem
þarna varð til. rithátturinn „ie“ bendir til þess að um hafi verið að ræða
runu j og sérhljóðs líkt og Björn taldi. Þegar að fornu var ritað „i“ á undan
öðrum hljóðstaf, t.d. „ia“ og „io,“ táknaði það hálfsérhljóðið j í orðum eins
og jata og ljótr. Eðlilegt er að telja að sama hafi gilt um ritháttinn „ie“.20
16 Að mínu mati er ekki víst að íslenskt j hafi sætt önghljóðun, en hér er ekki rúm til að gera
fyllilega grein fyrir þessum efasemdum. Þó má nefna að Björn K. Þórólfsson, Um íslenskar
orðmyndir, xxv, hélt því fyrst fram að j í nútímamáli væri ávallt önghljóð („blásturshljóð“).
Síðar, („nokkur orð um hinar íslensku hljóðbreytingar, é > je og y, ý, ey > i, í, ei,“ Studier
tillägnade Axel Kock), 240), dró hann í land og sagði að svo væri einungis þegar j stæði
á milli tveggja sérhljóða, annars væri „íslenskt j of sjerhljóðskent til að geta heitið blást-
urshljóð“. Eigi að síður taldi hann enn að forníslenskt j hefði á leið til nýíslensku orðið sam-
hljóðskenndara en áður. Hreinn Benediktsson, „the Semivowels of Icelandic: underlying
vs. Surface Structure and Phonological Change,“ Tilegnet Carl Hj. Borgstrøm. Et festskrift
på 60-årsdagen 12.10.1969 fra hans elever, ritstj. Hreinn Benediktsson et. al., 13–29 (oslo,
Bergen, tromsø: universitetsforlaget, 1969), 24, lýsir efasemdum um að íslenskt j hafi sætt
eiginlegri hljóðfræðilegri breytingu frá því sem var í fornmáli, en gerir þó ráð fyrir því að
hljóðkerfisleg staða þess hafi breyst. Undir þetta tekur Jón Axel Harðarson, „Forsaga og
þróun orðmynda eins og hagi, segja og lægja í íslenzku,“ Íslenskt mál 29 (2007): 87.
17 Jóhannes L. L. Jóhannsson, Nokkrar sögulegar athuganir, 11–13.
18 Björn K. Þórólfsson, Um íslenskar orðmyndir, xiv, xxv.
19 Jóhannes L. L. Jóhannsson, Nokkrar sögulegar athuganir, 11; Björn K. Þórólfsson, Um
íslenskar orðmyndir, xiv; idem, „nokkur orð um hinar íslensku hljóðbreytingar,“ 232.
20 Sjá einnig aðalstein Hákonarson, „aldur tvíhljóðunar í forníslensku,“ Íslenskt mál 38 (2016):
89.