Gripla - 20.12.2017, Side 145
145
Hið nýja hljóð væri rétt að tákna jé, með lengdarmerki á síðari hlutanum,
þegar um er að ræða tímabilið fram að hljóðdvalarbreytingu. Kveðskapur
sýnir að opin atkvæði, sem enduðu á é, voru þung á því tímabili.21
Björn athugaði útbreiðslu ritháttarins „ie“ fyrir é (og upphaflegt stutt
e, sjá hér á eftir) í handritum og fornbréfum. Elstu dæmi um hann koma
fyrir í handritum frá 13. öld, en dæmi frá þeirri öld eru þó sárafá og rithátt-
urinn verður ekki algengur fyrr en um miðja 14. öld. í ýmsum handritum
frá 15. öld mun „ie“ vera ritað til jafns við eldri rithætti fyrir é og í bréfum
frá þessari öld er rithátturinn mun algengari en áður var. Eftir því sem
Björn segir virðist ekki munur á þessu eftir landshlutum, að teknu tilliti til
þess hve varðveitt frumbréf frá þessum tíma dreifast ójafnt á landshluta, en
langflest eru frá Norðurlandi, langfæst frá Austurlandi. Björn getur þess að
elsta austfirska frumbréfið, frá 1433,22 hafi ekkert dæmi um „ie“ fyrir é (eða
e), en í því næstelsta, frá 1465,23 fann hann dæmin „gelldfie“ fyrir geldfé og
„hierade“ (tvisvar), sem samsvarar físl. heraði, með stuttu e (nísl. héraði).24
Ekki aðeins langt é í fornmáli varð í síðari alda máli að je. Eins og áður
var minnst á hefur je einnig orðið til úr forníslensku stuttu e, en þó við skil-
yrði sem eru ekki ljós. Elstu merki um breytinguna e > je eru frá 13. öld líkt
og elstu merki um é > jé.25 Dæmi eru orð eins og Héðinn, hérað, héðan, ég,
éta, fékk, hélt, snéri, sem öll höfðu stutt sérhljóð í fornmáli: Heðinn, herað,
heðan, eg, eta, fekk, helt, sneri.26 Björn og Jóhannes töldu að í slíkum orðum
21 Jóhannes L. L. Jóhannsson, Nokkrar sögulegar athuganir, 12–13; Björn K. Þórólfsson, Um
íslenskar orðmyndir, xiv; Haukur Þorgeirsson, „Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle
ages – ritdómur,“ Són 7 (2009): 167.
22 Sjá Islandske originaldiplomer indtil 1450 1, Tekst, útg. Stefán Karlsson, Editiones Arna-
magnæanæ a7 (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1963), 311.
23 Sjá Diplomatarium Islandicum = Íslenzkt fornbréfasafn 5, útg. Jón Þorkelsson (Kaupmanna-
höfn og reykjavík: Hið íslenzka bókmentafélag, 1902), 446–447.
24 Björn K. Þórólfsson, „nokkur orð um hinar íslensku hljóðbreytingar,“ 232–234. Björn
getur þess að í Fornbréfasafninu sé orðið geldfé í bréfinu frá 1465 prentað „gelldfe“. Þetta
sýnir að hann hefur einnig stuðst við handrit bréfa. Jóhannes L. L. Jóhannesson, Nokkrar
sögulegar athuganir, 14–19, komst að svipuðum niðurstöðum og Björn í eigin athugun
á aldri og útbreiðslu ritháttarins „ie,“ en Jóhannes byggði sínar athuganir mest á sjálfu
Fornbréfasafninu, sbr. ibid., 6. Af formálum Fornbréfasafnsins má ráða að undir hælinn
hefur verið lagt hvort stafsetningu handrita væri þar fylgt til hlítar, sjá t.d. Diplomatarium
Islandicum = Íslenzkt fornbréfasafn 4, útg. Jón Þorkelsson (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka
bókmentafélag, 1897), iii.
25 Björn K. Þórólfsson, „nokkur orð um hinar íslensku hljóðbreytingar,“ 232.
26 Sjá nánar Oskar Bandle, Die Sprache der Guðbrandsbiblía, Bibliotheca Arna magnæana 17
(Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1956), 49–51.
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E