Gripla - 20.12.2017, Side 146
GRIPLA146
hefði e fyrst lengst og síðan sætt tvíhljóðun á sama hátt og é.27 Nýlega hefur
hins vegar verið sýnt fram á að í sumum þessara orða varð ekki lenging og
líklegt að sama eigi við um flest hinna.28 Því er sennilegast að síðari hluti
sambandsins je < e hafi verið stutt sérhljóð á tímabilinu fyrir hljóðdvalar-
breytinguna. Við hana féllu je [jɛ] < e og jé [jɛː] < é saman, enda lengd sér-
hljóða upp frá því stöðubundin.
3. athugasemdir Brynjólfs biskups um orð eins og fé,
mér og sér
í 1. kafla voru athugasemdir Brynjólfs sýndar ásamt skýringum sem eru
talsvert frábrugðnar fyrri skýringum Björns Magnússonar ólsen. í þessum
kafla verður nánari grein gerð fyrir forsendum nýrrar túlkunar og atriðum
sem greina hana frá túlkun Björns.
Forn handrit sem vitnisburður um fornan framburð
Brynjólfur taldi rangt að rita „ie“ í orðum eins og fé, mér og sér. Hann
rökstuddi þetta með því að í fornum handritum væru þau rituð með „e“
en ekki „ie“. af forna rithættinum dró hann jafnframt þá ályktun að réttur
framburður fælist í því að sleppa j og bera einungis fram e í umræddum
orðum.
Í upphafi fyrri athugasemdar Brynjólfs segir: „ᚠ non fie, sed fe semper
scriptum, semper scribendum et pronunciandum est.“ orðmyndin scriptum,
lýsingarháttur þátíðar í þolmynd („skrevet“ í dönsku þýðingunni), vísar til
einhvers sem þegar hefur verið gert.29 Raunar virðist sennilegt að scriptum
+ est (aftast í málsgreininni) myndi samsett perfekt í þolmynd. Málsgreinin
merkir þá: „ᚠ hefur alltaf verið ritað „fe,“ ekki „fie,“ og þannig ber ávallt
að rita og bera það fram.“ orð Brynjólfs vísa því sennilega til ritháttar
27 Björn K. Þórólfsson, „nokkur orð um hinar íslensku hljóðbreytingar,“ 232; Jóhannes L. L.
Jóhannsson, Nokkrar sögulegar athuganir, 13.
28 Haukur Þorgeirsson, „Hin helgu /é/“ (Erindi flutt á málvísindakaffi Íslenska málfræði-
félagsins og Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, 11. september, 2009). Sjá einnig
aðalstein Hákonarson, „um aldur tvíhljóðunar,“ 90.
29 í íslensku er mynd lýsingarháttar þátíðar notuð í samsettri beygingu til þess að tákna
þolmynd í nútíð (sbr. t.d. nafnorð í þýsku eru rituð með stórum staf), en um slíkt er ekki að
ræða í latínu; þar er samsvarandi mynd þolmyndar í nútíð scribitur.