Gripla - 20.12.2017, Page 147
147
sem hann hefur þekkt úr fornum handritum; í handritum og prentuðum
bókum frá hans eigin tíð stóð venjulega „ie“ (eða „je“) í orðum eins og fé,
mér og sér.
Síðari athugasemdin tekur af öll tvímæli um þetta. Þar er ritháttunum
„mier“ og „sier“ mótmælt á þeim grundvelli að forn handrit sýni slík orð
ávallt rituð án hins „laungetna norðlenska i“. Þetta orðalag bendir enn
fremur til þess að hann hafi álitið muninn á réttum og röngum framburði
felast í hljóðinu sem „i“ stóð fyrir, þ.e. hálfsérhljóðinu í hljóðasambandinu
je. nýjungin ranga fólst í því að skjóta bókstafnum „i“ (og hljóðinu j) inn
í orð eins og fé, mér og sér. Brynjólfur hefur talið rétt að bera slík orð fram
með e, sérhljóðinu sem myndaði síðari hluta hljóðasambandsins je og kom
jafnframt fyrir í orðum eins og sel, ber o.s.frv.
Í elstu handritum var ekki ritað „i“ í orðum eins og fé, mér og sér og
manni með takmarkaða þekkingu á fornmáli hefur tæplega verið ljóst
að slík orð hafi haft annað sérhljóð en orð eins og sel, ber o.s.frv. í elstu
handritum er oftast ritað „e“ fyrir bæði stutta sérhljóðið e og hið langa
é. Þess vegna kann Brynjólfur að hafa hugsað sem svo: nú er ritað „e“
í orðum eins og sel og ber og þau borin fram með e. Sami ritháttur var
viðhafður í fornum handritum og þess vegna er framburður þessara orða
sennilega óbreyttur. að fornu rituðu menn einnig „e“ í orðum eins og fé,
mér og sér en ekki „ie“ líkt og nú. Á fornum tíma hafa slík orð því verið
borin fram með e en ekki je.
Var eldri framburður orða eins og fé, mér og sér varðveittur á 17. öld?
Hér er litið svo á að á 17. öld hafi breytingin é (> jé) > je verið gengin
yfir um allt land. í 2. kafla kom fram að heimildir eru um að hún hafi
verið hafin þegar á öndverðri 13. öld og að frá 15. öld eru merki um hana
í heimildum frá öllum landshlutum. í ljósi þess virðist ekki óvarlegt að
ætla að um 1500 hafi breytingin é > jé verið um garð gengin (skrefið jé
> je, þ.e. hljóðdvalarbreytingin, hefur að mestu verið gengið yfir á 16.
öld). Fyrir fram er þó ekki hægt að útiloka að einhljóðsframburður é hafi
tíðkast lengur. Hér á eftir verður hugað að því hvort réttmætt sé að túlka
athugasemdir Brynjólfs sem heimild um að eldri framburður é hafi ennþá
verið til á 17. öld.
Í fyrri athugasemdinni segir Brynjólfur að nafn rúnarinnar ᚠ eigi
ávallt að rita og bera fram („semper scribendum et pronunciandum est“)
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E