Gripla - 20.12.2017, Page 149
149
Hver hefði tekið mark á tilmælum biskups ef hann fylgdi þeim ekki
sjálfur? En þá er til þess að líta að þeim var ekki beint til samlanda Brynjólfs
heldur til erlends manns sem ekkert hefur vitað um málfar hans.
Bréfið sem hefur að geyma athugasemdirnar um fé, mér og sér er eins
konar ritdómur um rúnafræði Worms. Sennilega hefur Brynjólfi einkum
verið umhugað að koma til skila hvernig rétt væri að rita orð eins og fé, mér
og sér, en framburður þeirra hefur skipt minna máli. Ef til vill hefði það
eitt að benda á stafsetningu fornra handrita nægt til að sannfæra Worm.
Brynjólfur hefur hins vegar talið sig geta bætt um betur og sýnt fram á að
je-framburður samtímamanna, sem rangi rithátturinn „ie“ endurspeglaði,
væri nýlegur ósiður og málinu til lýta. Þannig má hugsa sér að tilmæli hans
um réttan framburð orða eins og fé, mér og sér hafi þjónað þeim tilgangi
að sannfæra Worm um réttmæti tiltekins ritháttar sömu orða. óvíst er að
Brynjólfur hafi sjálfur tamið sér að bera fram fe, mer og ser í stað fé, mér og
sér, hvað þá að hann hafi mælst til þess af samferðamönnum sínum.
Stafsetning Brynjólfs sjálfs bendir til þess að í hans máli hafi orð með
é í fornmáli haft je. Í uppskrift Skarðsárannáls, sem biskup lét gera, hefur
hann bætt inn með eigin hendi stuttum köflum um ævi sína.32 Þar ritar
hann alltaf „je“ fyrir eldra é nema í orðinu bréf og mannanöfnunum Margrét
og Pétur.33 Á fremstu síðu handritsins stendur einnig með hendi Brynjólfs:
„LL [lupus loricatus = brynjaður úlfur, fangamark Brynjólfs] a Bokina ljed
sera Jone arasyne i trúar hónd“.
32 Sjá „Skarðsárannáll,“ Annales Islandici Posteriorum Sæculorum = Annálar 1400–1800 1 [útg.
Hannes Þorsteinsson], 28–265 (reykjavík: Hið íslenzka bókmentafélag, 1922–1927), 39. Sjá
einnig Steinunni Jóhannesdóttur, „Drög Brynjólfs SS að sjálfsævisögu. Sonur, bróðir, maki,
mágur, tengdasonur, faðir og afi,“ Brynjólfur biskup: Kirkjuhöfðingi, fræðimaður og skáld, ritstj.
Jón Pálsson, Sigurður Pétursson og torfi H. tulinius, 28–43 (reykjavík: Háskólaútgáfan,
2006). Ég þakka Gunnari Harðarsyni fyrir að benda mér á grein Steinunnar.
33 Lbs 40 fol.; dæmin eru „ljet“ lét, „hjet“ hét (bls. 182), „hjer“ hér (bls. 245), „sjer“ sér (bls. 355),
„hjer“ hér og „sjerdeiless“ sérdeilis (bls. 357). orðmyndin hélt, sem hafði stutt e í fornmáli
(helt) er tvisvar rituð „hjellt“ (bls. 245). Hins vegar er myndin fékk, sem einnig hafði e að
fornu (fekk) þrisvar rituð „feck“ (einu sinni á bls. 315 og tvisvar á bls. 357). nafnið Pétur
kemur einu sinni fyrir, ritað „petur“ (bls. 182), og nafnið Margrét tvisvar, ritað „Margretu“
(bls. 245) og „Margret“ (bls. 263). orðið bréf kemur þrisvar sinnum fyrir, tvisvar ritað „bref“
(bls. 355) og einu sinni „breff“ (bls. 357). nokkuð algengt mun vera að ritað sé „e“ í orðinu
bréf í handritum og prentuðum bókum þar sem é er annars ritað „ie“ (eða „je“). Hugsanlega
voru í eldra máli til tvímyndirnar bréf og bref, sjá Harald Bernharðsson, Málblöndun,
136–137.
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E