Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 151
151
í nútímamáli er framburður sumra þessara orða breytilegur, þau ýmist
borin fram með eða án hálfsérhljóðsins, þ.e. með e eða je. Þetta á við um
þátíðarmyndirnar snéri, néri og réri, sem margir bera fram sneri, neri og
reri, og einnig fékk sem ekki mun óalgengt að bera fram fekk. Þá eru einnig
til myndirnar eg og eta í stað ég og éta. Ef Brynjólfur þekkti slík tilbrigði,
sem vel getur hugsast, hefur honum auðvitað þótt augljóst að myndirnar
sneri, neri, reri, fekk, eg og eta féllu að vitnisburði fornrita en ekki myndir
með je.36
Norðlenskt önghljóðs-je
Í fyrri athugasemd Brynjólfs kemur fram að norðlendingar séu svo plag-
aðir af hinum nýja ósið, þ.e. að setja j framan við e, að þeir beri „e vocalem“
fram „je“. Líkt og nánar verður rætt í 4. kafla er hér gert ráð fyrir að biskup
eigi við nafn hljóðstafsins sem fyrir norðan hafi verið je. Björn Magnússon
ólsen taldi hins vegar að átt væri við sérstakan framburð á sérhljóðinu é.
Þess vegna átti hann í vandræðum með að skýra hvað Brynjólfur átti við,
enda virðist biskup í sömu andrá halda því fram að „je“ hafi breiðst út um
landið þvert og endilagt. Hvert var þá sérkenni norðlendinga? Skýring
Björns er flókin, en til hægðarauka er fyrri athugasemd Brynjólfs birt
hér aftur, nú í íslenskri þýðingu („e vocalem“ er þýtt sem „sérhljóðið é“ í
samræmi við túlkun Björns). í feitletruðu málsgreininni kemur berlega
fram að norðlendingar séu á einhvern hátt sér á parti.
ᚠ hefur alltaf verið ritað „fe,“ ekki „fie,“ og þannig skal ávallt rita
og bera það fram. „Je“ er nýlegur ósiður hér á landi sem einkum
hrjáir íbúa Norðlendingafjórðungs, svo að þeir bera einnig sér-
hljóðið é fram „je“. Frá þeim hefur ósiðurinn breiðst út vítt og
breitt til annarra.
Tilgáta Björns er að vísað sé til tvenns konar framburðar á je sem ýmist
hafi haft hálfsérhljóð eða önghljóð að fyrri lið. Brynjólfur hafi átt við að
je-framburður væri nýr ósiður sem plagaði norðlendinga svo mjög að hjá
þeim væri fyrri liðurinn orðinn að önghljóði en aðrir hefðu enn hálfsérhljóð
36 Stafsetning Brynjólfs sjálfs bendir til þess að hann hafi haft myndina fekk í sínu máli, sjá
nmgr. 33.
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E