Gripla - 20.12.2017, Page 152
GRIPLA152
í þess stað. Þetta byggist á því að „Je“ í upphafi feitletruðu málsgreinar-
innar standi fyrir hálfsérhljóðs-je en „je“ í lok hennar fyrir önghljóðs-je.
Björn taldi hástafinn í „Je“ jafngilda „i“ og þess vegna væri „Je“ jafngilt „ie“
í orðinu „fie“ (fé) í fyrstu málsgreininni. Þarna væri í báðum tilvikum átt
við framburð með hálfsérhljóði en „je“ í lok feitletruðu málsgreinarinnar
stæði fyrir önghljóðs-je.37
útilokað virðist að Brynjólfur hefði notað „i“ og „j“ á þann hátt sem
Björn telur. að vísu er rétt að hástafurinn „J“ jafngilti iðulega „i,“ en það
gerði lágstafurinn „j“ einnig. Dreifing stafanna hjá biskupi er aldeilis eins
og tíðkaðist við táknun j á þessum tíma. Það var iðulega ritað með „i“ í inn-
stöðu, líkt og Brynjólfur gerir í orðinu fé, en með „j“ í framstöðu og þá eftir
atvikum með há- eða lágstaf, sbr. feitletruðu málsgreinina.38
Landfræðileg upptök je
í fyrri athugasemd Brynjólfs segir að je hafi breiðst út frá Norðlendingum
vítt og breitt til annarra landsmanna. Líkt og áður hefur verið rætt er hér
hallast að því að á 17. öld hafi breyting é í je verið um garð gengin um allt
land. En hverjar gætu þá heimildir Brynjólfs fyrir því að je hafi fyrst komið
upp á norðurlandi mögulega verið? Verður ekki að gera ráð fyrir því að je
hafi ennþá verið að breiðast út á 17. öld til þess að skýra þessa fullyrðingu?
Það er vafasamt.
Fram kom í 2. kafla að vitnisburður stafsetningar bendi til þess að
þegar á 15. öld hafi jé (er síðar varð je [jɛ(ː)]) tíðkast í öllum landshlutum. Í
máli Brynjólfs sjálfs kemur einnig fram að á hans tíð hafi framburðurinn
je verið orðinn almennur, en undir þá túlkun tók Björn Magnússon ólsen
í meginatriðum. Björn taldi reyndar að eldri framburður é hefði enn verið
til á stöku svæðum á tíð Brynjólfs, en það er bitamunur en ekki fjár. Ef
é var ennþá einhljóð til að mynda sums staðar á Vestfjörðum, þar sem
Brynjólfur ólst upp, hvernig vissi hann þá að je-framburðurinn kom fyrst
upp á norðurlandi fremur en á austurlandi eða Suðurlandi?
Hið eina áþreifanlega í þessu eru orð Brynjólfs um að Norðlendingar
kalli hljóðstafinn „e“ je. Hann nefnir þetta til marks um að fyrir norðan
séu menn verr haldnir af nýja ósiðnum en annars staðar og vera má að
37 Björn Magnússon Ólsen, „overgangen,“ 191.
38 Sbr. Stefán Karlsson, „tungan,“ 44 [Endurprentun: Stefán Karlsson, Stafkrókar, 57].