Gripla - 20.12.2017, Page 153
153
hann hafi þess vegna talið líklegt að hann væri upprunninn fyrir norðan.
Ef þetta þykir veikur grundvöllur fyrir slíka ályktun má aftur huga að
samhengi athugasemdanna. Brynjólfi var í mun að sannfæra Worm um
að framburðurinn je, sem rithátturinn „ie“ byggðist á, hefði ekki tíðkast í
fornu máli heldur væri nýjung í síðari alda máli. Að geta fullyrt hvar á land-
inu je kom fyrst upp ljær röksemdum hans fyrir því að je sé nýjung meiri
áreiðanleikablæ.
4. úr sögu íslenskra bókstafanafna
Í fyrri athugasemd Brynjólfs segir að norðlendingar beri „e vocalem“ fram
„je“. Björn Magnússon Ólsen taldi að átt væri við sérstakan framburð sér-
hljóðsins é en sú túlkun gengur ekki upp eins og fram kom hér að framan.
nærtækara er að gera ráð fyrir því að með „e vocalem“ sé átt við bókstafinn
„e“. Í málfræðihefð fyrri alda var bókstafurinn (lat. littera) álitinn smæsta
eining tungumálsins sem hefði þrenns konar birtingarmyndir: líkneski,
þ.e. útlit eða lögun (lat. figura), nafn (lat. nomen) og jartein, þ.e. hljóðgildi
(lat. potestas).39 Bókstafur var þannig margþátta fyrirbæri en ekki aðeins, líkt
og nú, rittákn fyrir málhljóð. Tveir aðalflokkar bókstafa nefndust vocales
og consonantes, sem ég kýs að kalla hljóðstafi og samhljóðendur. Þegar
Brynjólfur talar um „e vocalem“ á hann ekki við tegund hljóða, þ.e. sér-
hljóð, heldur við tegund bókstafa, þ.e. hljóðstaf. Jafnframt hlýtur að vera átt
við nafn hljóðstafsins en ekki hljóðgildi hans vegna þess að það fæli í sér að
menn hefðu sagt til dæmis bjera og sjelur í stað bera og selur fyrir norðan.
Í þessum kafla verður hugað að uppruna og þróun íslenskra bókstafa-
nafna, en þó með áherslu á nöfn hljóðstafa. Fram kemur að nafnið je endur-
speglar hljóðrétta þróun hins forníslenska nafns stafsins „e,“ sem að öllum
líkindum var é [eː]. Jafnframt leiðir athugunin í ljós að sjálfstæðar heimildir
eru um að þetta nafn hafi lifað fram á síðari hluta 17. aldar.
Eins og kunnugt er varð íslenska stafrófið til á grunni þess latneska. Að
39 Feitletraðar eru þýðingar latneskra heita birtingarmynda bókstafa í Fyrstu málfræðiritgerð-
inni. Um bókstafinn í málfræðihefð miðalda, sjá Hrein Benediktsson, The First Grammatical
Treatise, university of Iceland Publications in Linguistics (reykjavík: Institute of nordic
Linguistics, 1972), 41 o.áfr.
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E