Gripla - 20.12.2017, Qupperneq 155
155
að láta semivocales segja nöfn sín sjálfir.45 í sumum heimildum koma staf-
anöfnin fyrir í bundnu máli þannig að draga má frekari ályktanir en ella
um hljóðgerð þeirra. Þær sýna að nöfn hljóðstafa höfðu löng sérhljóð og að
sérhljóð í nöfnum samhljóðenda voru sömuleiðis löng þegar nöfnin end-
uðu á sérhljóði.46
W. Sidney Allen hefur bent á að sú staðreynd að latnesk bókstafanöfn
enduðu ekki á stuttum sérhljóðum endurspegli almenna reglu í latnesku
hljóðkerfi:
for there are in Latin no monosyllabic words ending in a short
vowel: beside Greek σῠ, for example, Latin has tū (-quě, -ně, -uě are
of course not full words but enclitics, which form a phonological
unity with the preceding word). there are good reasons why this
should be so; for every full word in Latin must be accentable, and
a single light syllable would […] not provide the necessary stress-
matrix.47
Í mörgum tungumálum gilda reglur um ákveðið lágmarksumfang orða (á
ensku er talað um t.d. minimal word size eða word minimum)48 og virðast
reglurnar haldast í hendur við kröfur um lágmarksumfang eininga sem
bera áherslu, en þær eru það sem allen kallar „stress matrix“. Líkt og í lat-
ínu voru í forníslensku ekki til einkvæð inntaksorð sem enduðu á stuttu
sérhljóði, en ástæða þess kann að vera sú að orð sem báru áherslu hafi þurft
að hafa að minnsta kosti eitt þungt atkvæði eða tvö létt.49 Tengingin við
áherslu skýrir hvers vegna reglur um „lágmarksorð“ ná til inntaksorða, sem
þurfa að geta borið áherslu, en ekki kerfisorða sem þurfa þess ekki í öllum
tilvikum heldur geta hengt sig við áhersluorð (sbr. hengla á borð við -k (<
ek) og -a (neitunarhengill) sem ekki lúta skilyrðinu um „lágmarksorð“).
fyrir fram er eðlilegt að gera ráð fyrir því að Íslendingar hafi tekið upp
latnesk nöfn hljóðstafa óbreytt með löngum sérhljóðum og má það telj-
45 Ibid., 17.
46 Ibid., 5–10, 16. Sjá einnig allen, Vox Latina, 111.
47 Allen, Vox Latina, 112.
48 Sjá Bruce Hayes, Metrical Stress Theory (Chicago, London: university of Chicago Press,
1995), 47–48, 87–89.
49 Jerzy Kuryłowicz, Akzent, Ablaut, Indogermanische Grammatik 2 (Heidelberg: Carl
Winter, universitätsverlag, 1968), 191–192.
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E