Gripla - 20.12.2017, Síða 156
GRIPLA156
ast næsta öruggt sé enn fremur horft til þess að í forníslensku voru ekki
einkvæð inntaksorð sem enduðu á stuttum sérhljóðum. Á 12. öld hafa nöfn
latnesku hljóðstafanna fimm því verið eins og sýnt er í öðrum dálki töflu
1. í þriðja dálki eru nöfnin eins og þau voru á 17. öld, en í millitíðinni hafði
é tvíhljóðast í je og á og ó breyst í hnígandi tvíhljóð.50 Líkt og sjá má er
viðbúið að þá hafi „e“ heitið je.
Að sama brunni ber vitnisburður nafna samhljóðenda sem í latneskri
hefð nefndust mutae. Ef núverandi nöfn, sem sýnd eru í þriðja dálki töflu
2, endurspegla hljóðrétta þróun voru nöfnin í fornmáli eins og sýnt er í
öðrum dálki og jafnframt eins og samsvarandi nöfn í latínu. Gera má ráð
fyrir að hliðstætt til dæmis bé [beː] og ká [kaː], sem urðu [b̥jɛː] og [khauː] í
síðari alda máli, hafi nöfnin é [eː] og á [aː] orðið [jɛː] og [auː].
í töflu 3 er yfirlit um íslenska stafrófið úr riti Rasmusar Rasks frá 1811,
Vejledning til det islandske eller gamle nordiske Sprog. Vinstra megin í hverjum
dálki eru sjálfir bókstafirnir en hægra megin nöfn þeirra.51 í riti Rasks tákna
„a, i, o“ og „u“ með broddi breiðu sérhljóðin á, í, ó og ú, en „e“ með broddi
táknar je.52
Þetta sýnir að í íslensku báru hljóðstafirnir „a, i, o“ og „u“ í upphafi 19.
aldar ennþá þau nöfn sem telja má upprunaleg, þ.e. á, í, ó og ú, sbr. töflu
1. Hljóðstafurinn „e“ kallaðist hins vegar e í stað síns gamla nafns je. Hér
50 Sbr. aðalstein Hákonarson, „um aldur tvíhljóðunar,“ t.d. 98 o.áfr.
51 Rasmus Kristian Rask, Vejledning til det islandske eller gamle nordiske Sprog (Kaupmannahöfn:
thiele, 1811), 3. Ég þakka Hauki Þorgeirssyni fyrir að benda mér á þessa heimild.
52 Ibid., 3–5.
12. öld 17. öld
„a“ á [aː] á [auː]
„e“ é [eː] é/je [jɛː]
„i“ í [iː] í [iː]
„o“ ó [oː] ó [ouː]
„u“ ú [uː] ú [uː]
12. öld Nísl.
„b“ bé [beː] bé [b̥jɛː]
„d“ dé [deː] dé [d̥jɛː]
„g“ gé [geː] gé [g̊jɛː]
„p“ pé [peː] pé [phjɛː]
„t“ té [teː] té [thjɛː]
„k“ ká [kaː] ká [khauː]
„h“ há [haː] há [hauː]Tafla 1. Þróun hljóðstafanafna
Tafla 2. Þróun samhljóðendanafna
sem enda á sérhljóði