Gripla - 20.12.2017, Síða 157
157
hefur orðið breyting líkt og raunar mátti einnig ráða af athugasemdum
Brynjólfs sem væntanlega hefur kallað hljóðstafinn e. Ástæða breytingar-
innar er að öllum líkindum sú að ekki hefur þótt eðlilegt að hljóðstafur,
sem stóð fyrir hljóðgildið e, bæri nafnið je. Hljóðasambandið je var enda allt
frá því um siðaskiptin reglulega táknað „ie“53 og gamla nafnið braut þess
vegna í bága við regluna um að hljóðstafir segðu nafn sitt sjálfir því að „e“
gat ekki sagt nafnið je án fulltingis „i“. af þessum sökum er ekki óviðbúið
að nafni „e“ hafi snemma verið breytt úr je í e.
athugasemdir Brynjólfs eru heimild um að upprunalegt nafn „e“ tíðk-
aðist fram á 17. öld og jafnframt um að þá var samhliða því einnig farið að
nota nýja nafnið. Þess gamla er einnig getið í öðrum heimildum frá svip-
uðum tíma. Í einni af skýringum Páls Vídalíns (1667–1727) lögmanns yfir
fornyrði í Jónsbók (um orðið hérað) segir hann: „allt fram á barndæmi mitt
pronuncjeruðu gamlir menn bókstafinn „e“ í stafrófinu je“.54 Páll var sonur
hjónanna Jóns Þorlákssonar og Hildar Arngrímsdóttur í Víðidalstungu
53 Björn Magnússon Ólsen, „overgangen,“ 190; Stefán Karlsson, „tungan,“ 41 [Endurprentun:
Stefán Karlsson, Stafkrókar, 54].
54 Lbs 2398 4to, 322 (stafsetning að nútímavenju). Sjá einnig Skýringar yfir fornyrði lögbókar
þeirrar, er Jónsbók kallast, samdar af Páli lögmanni Vídalín, útg. Þórður Sveinbjarnarson
(reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1854), 245. Við útgáfuna notaðist Þórður við tvö
handrit og mun annað þeirra vera Lbs 2398 4to, skrifað af Jóni ólafssyni úr Grunnavík, sjá
Jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík (Kaupmannahöfn, 1925), 207 og Guðrúnu Ásu
Grímsdóttur, „Inngangur: tilurð og varðveisla ævisagnanna,“ í Jón Ólafsson úr Grunnavík,
Ævisögur ypparlegra merkismanna, útg. Guðrún Ása Grímsdóttir (reykjavík: Góðvinir
Grunnavíkur-Jóns, 2013), xxx. Ég þakka Guðvarði Má Gunnlaugssyni fyrir að benda mér
á athugasemd Páls.
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E
a á ← h há o ó ← v vaff
b bé i í ← p pé x eks
c sé j jod (q kú) y y
d dé k ká r err z seta
e e ← l ell s ess þ þorn
f eff m emm t té æ aj
g gé n enn u ú ← ø ø
Tafla 3. íslenska stafrófið í Vejledning rasks (feitletranir og örvar mínar)