Gripla - 20.12.2017, Qupperneq 158
GRIPLA158
í Húnaþingi og ólst Páll upp þar nyrðra. Kennslu mun hann fyrst hafa
fengið er hann var sendur til Þorláks nokkurs á Stóru-Borg í Víðidal, þar
sem hann lærði að lesa og skrifa, en latínunám hóf Páll hjá frænda sínum,
Bjarna arngrímssyni presti í Vesturhópshólum og síðar Höskuldsstöðum
í Húnavatnssýslu. Hann gekk síðan í Hólaskóla áður en leið hans lá til
Kaupmannahafnar í frekara nám.55 Því er næsta víst að gömlu mennirnir
sem Páll vísar til voru norðlenskir.
Vitnisburður um upprunalegt nafn „e“ er einnig í tveimur ritum Jóns
Ólafssonar úr Grunnavík (1705–1779). Í handriti ritsins rúnareiðslu segir
Jón: „„fe“ pronuntjerast fje. Því suma hefi ég heyrt lesa í stafrófinu je eftir
e, svo sem „e“ hafi duplicem valorem [tvöfalt gildi, A.H.] og er það frá
enskum komið.“56 Í orðabók Jóns er athugasemd um bókstafinn „j“ (joð) þar
sem kemur fram að nauðsynlegt sé að aðgreina hann frá je, en bókstaf þann,
eða öllu heldur bókstafsnafn, hafi hann heyrt suma setja inn í stafrófið á
eftir e, sennilega til þess að líkja eftir hinum gömlu („veterum imitatione“).
En Jón varar við því að fara eftir þessu í stafsetningu því að þá skapist
hætta á að mismunandi orðum sé ruglað saman, t.d. vel og vél, mel (1.p.et.
nt.fh. af melja) og mél og þel og þél.57 Jón virðist þannig telja að á fornum
tíma hafi bókstafurinn „e“ haft tvöfalt hljóðgildi, táknað bæði e og je.
í ljósi þess að Páll Vídalín segist minnast nafnsins je fyrir „e“ einungis
úr barndæmi sínu kemur ef til vill á óvart að Grunnavíkur-Jón segist
kannast við að menn hafi þetta nafn í stafrófinu, enda Páll fyrir löngu af
barnsaldri þegar Jón fæddist. En Jón var í fóstri hjá Páli í Víðidalstungu
frá sex ára aldri og sennilegt að hann hafi heyrt nafnsins je getið hjá fóstra
sínum.58 Áhugavert er að sú hugmynd, sem ummæli Jóns virðast vitna um,
55 Jón ólafsson úr Grunnavík, Ævisögur ypparlegra merkismanna, útg. Guðrún Ása Grímsdóttir
(reykjavík: Góðvinir Grunnavíkur-Jóns, 2013), 113–118.
56 aM 413 fol., 104 (stafsetning að nútímavenju og breytt greinarmerkjasetning). Ég þakka
Katrínu axelsdóttur fyrir að benda mér á þetta. — Áhugavert væri að athuga hvort úr enskri
málfræðihefð þekkist að einn bókstafur sé nefndur tveimur nöfnum, en ég hef ekki haft
ráðrúm til þess.
57 aM 433 1 fol. VI, 2r: „nomen habet vulgò Jod. Sed distingvenda est à Je, qvam literam, vel
potius literae nomen, qvosdam, (sed fortè veterum imitatione inductos) audivi post e. in
alphabetum inserere; Sed cautius est à tali literatura ut abstineamus, ne forte diversa con-
fundantur; Ex. gr: vel, adv. benè et vjel, cauda avium […]; eg mel, molo, et mjel, farina, þel,
animus in aliquem directus, et þjel, lac in oxygalum in vase operto concrescens.“
58 Páll segir hins vegar ekki að tíðkast hafi að nota tvö nöfn, þ.e. bæði e og je, fyrir „e“. Kannski
var það misskilningur af hálfu Grunnavíkur-Jóns.