Gripla - 20.12.2017, Síða 159
159
að fornmenn hafi borið „e“ fram sem je í sumum orðum, kemur einnig
berlega fram hjá Páli Vídalín í áðurnefndum skýringarþætti hans um forn-
yrðið hérað:
En það Björn á Skarðsá sýnist vilja draga þetta orð herað af her og
við hersa kennt vera láta, þá er það hans misskilningur og hefur það
ollað misskilningnum að hann hefur ei aðgætt að herað væri ei fleira
en heil stórþingin alleina. Það er víst að herað er dregið eða saman-
sett af her (hjer) að, það er, ‘hingað að, til þessa staðar’, og orðið
nomen úr þessum tveim particulis. En satt er það er Björn segir
að það á að skrifast „herad“. Samt á það að pronuncjerast hjerað,
því bókstafurinn „e“ var í ótalmörgum orðum hjá þeim gömlu pro-
nuncjeraður eins og enn pronuncjera menn je. Svo skrifuðu þeir „eg“
en pronuncjeruðu jeg, skrifuðu „gef“ og „bref“ en pronuncjeruðu
gjef og brjef, „feransdom“ fjeránsdóm, „hedin“ hjeðinn, „felagi“ fjelagi,
„Petur“ Pjetur, „rettinde“ rjettindi, „Settareidur“ sjettareiður og ótal
svoddan. og allt fram á barndæmi mitt pronuncjeruðu gamlir menn
bókstafinn „e“ í stafrófinu je, og í dag munu flestir kalla „b“ bje, „c“
cje, „d“ dje, af þeim er í öngvu breyta eftir framandi tungum.59
Freistandi er að líta á þetta og athugasemdir Brynjólfs sem vitnisburð um
ólíkar hefðir við skólana á Hólum og í Skálholti. Meðal Hólamanna hafi
„e“ heitið je langt fram eftir 17. öld að minnsta kosti, en nokkru fyrr hafi
verið farið að kalla hann e í Skálholti. Enn fremur kynni sú skoðun Páls,
að orð eins og bréf, héðinn, félagi, Pétur, réttindi og séttareiður hafi haft je
í fornmáli, að hafa verið viðtekin á Hólum en í Skálholti hafi menn talið
að ritun „e“ í slíkum orðum í gömlum handritum sýndi að framburðurinn
hefði verið e.
Eins konar málamiðlun milli ofangreindra sjónarmiða virðist haldið
fram í annarri heimild frá svipuðum tíma, orðabók Guðmundar andrés-
sonar (um 1615–1654), sem hann vann að síðustu æviár sín en lauk ekki við.
í byrjun stafkaflans E í orðabókinni segir að í stað je með samhljóðs-j, sem
tíðkist á hans dögum, hafi að fornu verið skylt að bera fram langt eða breitt
e, enda hafi þá verið ritað t.d. „el“ en ekki „jel“ (fyrir él). En hann bætir við
59 Lbs 2398 4to, 321–322 (stafsetning eftir nútímavenju og breytt greinarmerkjasetning).
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E