Gripla - 20.12.2017, Side 160
GRIPLA160
að til forna hafi framburður með je einnig þekkst.60 Ekki er víst hvað átt
er við með löngu eða breiðu e en ljóst er að það er annað hljóð en je (dæmin
sem nefnd eru í sambandi við langt eða breitt e eru orðin vél, beður og eða).
Guðmundur var fjögur ár í Hólaskóla einhvern tíma á öðrum fjórðungi 17.
aldar.61
Líkt og Vejledning Rasks sýnir, sbr. að framan, nefndust hljóðstafirnir
„a, i, o“ og „u“ sínum upprunalegu nöfnum á, í, ó og ú fram á 19. öld. Mér
vitanlega er yngsta heimildin um að einhver þessara hljóðstafa heiti eftir
breiðu hljóðgildi sínu réttritunarbók Halldórs Kr. Friðrikssonar frá 1859. í
umræðu um hljóðstafinn „a“ kemur fram að hið eldra heiti hans, á, þekkist
ennþá:
Þessi hljóðstafur hefur víðast skýrt hljóð í munni íslendinga, þeirra
er að engu eru málhaltir. En allt fyrir það eru þeir þó mýmargir enn,
bæði lærðir og leikir, sem nefna a sama nafni og á, og rita þar a, er á
skyldi rita, og eru þó mjög ólík hljóð þeirra, og skýrt hvort um sig.
[…] Það skal […] brýnt fyrir mönnum, að greina þessa stafi, hvort
heldur er, þegar þeir eru nefndir eða ritaðir, og nefna hið granna
hljóðið grönnu nafni og rita a, en hið breiða hljóðið breiðu nafni og
rita á.62
Halldór vill greina einfalt „a“ frá broddstafnum „á“ og láta hvorn hafa sitt
nafn, a og á, eftir því hljóði sem þeir standa venjulega fyrir. Slíkt viðhorf til
málhljóða og bókstafa er ólíkt því sem áður hafði tíðkast en kemur vel heim
við hugmyndir manna nú á dögum. Þessi ummæli Halldórs endurspegla vel
mót gamalla og nýrra hugmynda í þessum efnum.
Á 19. öld færðist í vöxt að tákna breið sérhljóð með broddstöfum, en
eftir fyrirmynd fornra handrita hafði þetta verið tekið upp aftur seint á 18.
öld að tillögu Eggerts ólafssonar.63 í sjálfu sér skýrir það þó ekki hvers
60 Lexicon Islandicum: Orðabók Guðmundar Andréssonar, útg. Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob
Benediktsson, orðfræðirit fyrri alda 4 (reykjavík: orðabók Háskólans, 1999), 38.
61 Jakob Benediktsson, „Inngangur,“ í Guðmundur andrésson, Deilurit, útg. Jakob Benedikts-
son, Íslenzk rit síðari alda 2 (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1948), vii.
62 Halldór Kr. Friðriksson, Íslenzkar rjettritunarreglur (reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
fjelag, 1859), 36. Ég þakka Hauki Þorgeirssyni fyrir að benda mér á þetta.
63 Sjá Jón Helgason, Hrappseyjarprentsmiðja 1773–97, Safn fræðafjelagsins um ísland og
Íslendinga 6 (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1928), 63.