Gripla - 20.12.2017, Page 161
161
vegna farið var að líta á sértákn fyrir breiðu sérhljóðin sem sérstaka bókstafi
á 19. öld; á öllum tímum höfðu breið eða löng sérhljóð í einhverjum mæli
verið aðgreind frá grönnum eða stuttum (þótt það hafi að vísu orðið
almennara á 19. öld en áður).64 í íslenskri málfræði Jóns Magnússonar,
sem hann lauk við 1738, segir að íslenska hafi sjö hljóðstafi, „a, e, i, o, u, y“
og „ø,“ og að hver þeirra, að undanskildum „e“ og „ø,“ hafi tvö hljóð, breitt
og grannt. En þótt Jón tákni breiðu hljóðin með tvídepli er greinilegt að
hann lítur ekki á „ä, ï, ö, ü“ og „ÿ“ sem sérstaka hljóðstafi. tvídepillinn
greinir á milli hljóðgilda en ekki bókstafa.65 Hið sama er uppi á teningnum
í málfræði Rasks sem áður var vitnað til. Þar eru broddstafirnir ekki heldur
sérstakir hljóðstafir. Leifar þessa viðhorfs lifa fram á þennan dag, sbr. að
gömlu stafrófsvísurnar, a b c d e f g/eftir kemur h i k…,66 eru enn í minnum
fólks.67 Þó kjósa margir heldur stafrófsvísur þær sem Þórarinn Eldjárn
hefur nýlega samið og eru í anda nýrra hugmynda um bókstafi, a á b d ð e
é/f g h i í j k...68
Það sem mestu hefur skipt varðandi breytt viðhorf á 19. öld er að þá
ruddi sér til rúms ný málfræðihefð þar sem bókstafir voru ekki lengur í
forgrunni. Áður var bókstafurinn ekki einungis tákn heldur allt í senn
tákn, nafn og hljóðgildi. Þá hefur verið litið svo á að stafmerki eins og
broddar og deplar greindu á milli ólíkra hljóðgilda en ekki bókstafa sem
slíkra, sbr. málfræði Jóns Magnússonar. í nýju hefðinni voru hljóðgildi,
þ.e. málhljóðin sjálf, sett í forgrunn í stað bókstafa, en á þá var farið að líta
64 Á elsta skeiði voru löng sérhljóð auðkennd með broddi en það lagðist að mestu af upp
úr 1400. Á yngri skeiðum voru hljóðstafir fyrir löng eða breið sérhljóð oft tvíritaðir (og
stundum einnig bætt við tveimur broddum), oft þannig að þeir mynduðu líminga (nema í
tilviki ⟨í⟩), eða settur á þá tvíbroddur eða tvídepill. frá því að kemur fram á 16. öld verður
smám saman algengara að greina á milli breiðra og grannra sérhljóða. Sjá Stefán Karlsson,
„tungan,“ 36–37, 41–43 [Endurprentun: Stefán Karlsson, Stafkrókar, 49–50, 54–56].
65 Jón Magnússon, Grammatica Islandica – Íslenzk málfræði, útg. Jón axel Harðarson (reykja-
vík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 1997), 2–3.
66 Talið er líklegt að Gunnar Pálsson hafi ort vísurnar, en þær munu fyrst hafa birst í lestrar-
kveri hans frá 1782. Sjá Gunnar Pálsson, Lijtid wngt Støfunar Barn, þó ei illa Stautandi, frá
Hiardarhollti i Breidarfiardar Daulum, audrum sijnum Jafningium sitt Staufunar Kver synandi,
sem eptir fylgir (Hrappsey, Guðmundur Jónsson, 1782), 18. Í upphafi hefur verið sungið: á b
c d e f g /eftir kemur h í k /l m n ó einnig p… Nafnið e hafði þegar þarna var komið sögu ýtt út
nafninu je fyrir „e“.
67 Einnig má benda á að í íslenskum orðabókum er misjafnt hvort greint er á milli hljóðstafa
með og án brodda eða ekki þegar orðum er raðað eftir stafrófsröð.
68 Sigrún Eldjárn, Stafrófskver, Þórarinn Eldjárn ljóðskreytti (reykjavík: forlagið, 1993).
uM norÐ LEnSKan Ó SIÐ oG BÓ KStafSnafnIÐ J E