Gripla - 20.12.2017, Síða 162
GRIPLA162
einfaldlega sem tákn fyrir málhljóðin. Þá fór að teljast eðlilegt að stafmerki
á borð við brodda, sem greina sundur málhljóð, aðgreini einnig bókstafi.
Því kemur ekki á óvart að í íslenska stafrófinu sé nú aftur bókstafur sem
heitir je, þ.e. „é“. Þetta nafn stendur þó ekki í beinu samhengi við gamla
nafnið je fyrir „e“.
5. Niðurstöður
Í þessari grein hefur verið fjallað um athugasemdir Brynjólfs biskups um
orð eins og fé, mér og sér og eldri hugmyndum um að þær séu vitnisburður
um mállýskumun á 17. öld mótmælt. Biskup vildi sannfæra ole Worm um
að rétt væri að rita umrædd orð með „e“ en ekki „ie“ og því til stuðnings
benti hann á rithátt fornra handrita þar sem þau væru ávallt rituð án „i“:
„fe,“ „mer“ og „ser“. Einnig færði hann rök fyrir því að rangt væri að bera
þessi orð fram með je eins og þá tíðkaðist almennt. Það væri nýlegur ósiður
sem svo rammt kvæði að á Norðurlandi að þar nefndu menn hljóðstafinn
„e“ nafninu je. Svo virðist sem hann hafi álitið þetta benda til þess að je-
framburður hafi fyrst komið upp fyrir norðan.
Frá sjónarhóli Brynjólfs fjalla athugasemdirnar um orð sem höfðu je í
málinu á hans tíð. Orðin fé, mér og sér eiga það einnig sameiginlegt að þau
höfðu langt einhljóð (é) í fornmáli en Brynjólfur hefur ekki áttað sig á því
að orðin mynduðu sérstakan flokk á þeim grundvelli að fornu. Hann taldi
að þessi orð hefðu haft einhljóð í máli fornmanna en gerði sér tæplega grein
fyrir því að þetta einhljóð hefði verið frábrugðið einhljóði orða eins og ber
og fer þar sem hvor tveggja voru jafnan rituð með „e“.
orð biskups sjálfs, ásamt vitnisburði stafsetningar handrita, benda til
þess að þróunin é > jé > je [jɛ(ː)] hafi verið gengin yfir á hans dögum. Í
handritum og prentuðum bókum frá 17. öld voru orð eins og fé, mér og sér
iðulega rituð með „ie“ (eða „je“), en Brynjólfur þekkti rithátt elstu handrita
þar sem slík orð voru rituð án „i,“ venjulega „fe,“ „mer,“ „ser“ o.s.frv., þ.e. á
sama hátt og orð eins og ber og fer voru jafnan rituð að fornu. Hann dró þá
ályktun að hvor tveggja orðin hafi haft sama sérhljóðið í fornmáli. ósiður
nútímamanna, sem biskup nefnir svo, fólst í því að skjóta „i“ (og hljóðinu
j) framan við „e“ (hljóðið e) í sumum orðum.
Bókstafsnafnið je fyrir „e“ á sér eðlilegar skýringar. Í fornmáli hefur
hljóðstafurinn „e“ borið nafnið é, sem við hljóðrétta þróun varð je í síðari