Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 166
GRIPLA166
Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans
2. desember 1998. ritstj. Guðvarður Már Gunnlaugsson, 19–75. reykjavík:
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 2000].
Steinunn Jóhannesdóttir. „Drög Brynjólfs SS að sjálfsævisögu. Sonur, bróðir, maki,
mágur, tengdasonur, faðir og afi.“ Brynjólfur biskup: Kirkjuhöfðingi, fræðimaður
og skáld. ritstj. Jón Pálsson, Sigurður Pétursson og torfi H. tulinius, 28–43.
reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006.
Worm, Ole. [Runir]: seu Danica literatura antiquissima, vulgò Goticha dicta. 2. útg.
aukin og bætt. Kaupmannahöfn: Melchior Martzan & Georgius Holst, 1651.
Á G r I P
Um norðlenskan ósið og bókstafsnafnið je
Lykilorð: runur hálfsérhljóða og sérhljóða, tvíhljóð, stafsetning, bókstafurinn á
miðöldum, íslensk bókstafaheiti, Brynjólfur Sveinsson
athugasemdir Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups frá árinu 1651 um ritun
og framburð orða eins og fé, mér og sér hafa verið túlkaðar sem heimild um
mállýskumun í framburði orða er í forníslensku höfðu langa einhljóðið é [eː]. Sýnt
er að þessi túlkun er ósennileg. ummæli biskups fjalla um orð er í síðari alda máli
höfðu hljóðasambandið je [jɛ(ː)] sem almennt var ritað og prentað „ie“ eða „je“.
að rita „i“ (eða „j“) á undan „e“ í slíkum orðum var að hans dómi rangt, enda væri
sá ritháttur — og einnig það að bera fram j á undan e í þessum orðum — nýlegur
ósiður. Þetta taldi Brynjólfur að mætti ráða af því að forn handrit höfðu ekki „ie“
í umræddum orðum, þau væru þar ávallt rituð án „i“. Hann áleit að nýi ósiðurinn
hefði átt upptök sín á norðurlandi og segir að þar gangi menn svo langt að skjóta
j framan við e í nafni bókstafsins „e,“ þ.e. kalli „e“ je. Sýnt er að bókstafsnafnið
je [jɛː] í máli síðari alda endurspeglar hljóðrétta þróun frá forníslensku nafni „e“
sem var é [eː]. ummæli Brynjólfs eru heimild um að á 17. öld eða fyrr hefur sums
staðar verið farið að kalla „e“ e [ɛː] og einnig um að nafnið je hefur lifað lengst fyrir
norðan. Sjálfstæðar heimildir eru um að bókstafsnafnið je tíðkaðist á Norðurlandi
fram á síðari hluta 17. aldar.
S U M M A R Y
On a Northern Icelandic Bad Habit and the Letter Name Je
Keywords: semivowel-vowel sequences, diphthongs, orthography, the medieval
letter, Icelandic letter names, Brynjólfur Sveinsson
a letter written in 1651 by Brynjólfur Sveinsson (1605–1675), Bishop of Skálholt,
to the Danish scholar ole Worm (1588–1654) on the occasion of the publishing
in that year of the second edition of Worm’s book on runes, contains comments