Gripla - 20.12.2017, Page 237
237
MÁr JÓnSSon
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna:
SYStur EÐa SaMa Konan?
hér verður lagt til að tvö skinnblöð frá fyrri helmingi 14. aldar,
sem nú kallast „þetabrot“ njálu (aM 162 B fol. θ), hafi verið hluti af skinn-
bók sem geymdi allan texta sögunnar og var í umferð um miðja 17. öld
undir heitinu „Gullskinna“. Sá vitnisburður liggur fyrir um tilvist þeirrar
bókar að í Njálu einni með hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti
(aM 134 fol.), frá því um eða eftir 1650, eru spássíugreinar teknar eftir
handritum sem kölluð eru „Gráskinna“ og „Gullskinna“. Árið 1889 færði
Jón Þorkelsson rök fyrir því, með stuðningi af fyrri ályktunum Árna
Magnússonar, að Gráskinna sé handrit frá fyrri hluta 14. aldar sem enn er
til (GKS 2870 4to). texti átta spássíugreina eftir Gullskinnu reyndist vera
í meginmáli í öðru eintaki sögunnar með hendi séra Jóns (aM 137 fol.)
og taldi Jón að þar færi Gullskinnugerð Njálu í heild. Sama texta greindi
hann í eintaki með hendi Jóns Gissurarsonar á núpi í Dýrafirði frá því
um 1640 (aM 136 fol.) og í öðru með hendi séra Ketils Jörundssonar í
Hvammi í Dölum frá því skömmu eftir miðbik aldarinnar (aM 470 4to).1
í greinarstúfi árið 1996 jók ég þremur handritum við þessar niðurstöður en
komst ekki að niðurstöðu um innbyrðis tengsl í hópnum; fullyrti þó að séra
Jón hefði skrifað AM 137 fol. eftir AM 136 fol. en ekki öfugt eins og Jón
Þorkelsson hafði talið. Eitt þessara handrita skrifaði Halldór Guðmundsson
á Sílalæk í Eyjafirði rétt eftir miðja 17. öld (aM 555 c 4to). annað gerði
séra Páll Ketilsson (aM 555 a 4to), sonur séra Ketils, líklega á árunum
1663–1665 og vafalítið eftir eintaki föður síns. Hið þriðja skrifaði Einar
Eiríksson vorið 1705 (aM 469 4to) og var þá húsmaður í fagurey nærri
1 Jón Þorkelsson, „om håndskrifterne af njála,“ Njála. Udgivet efter gamle håndskrifter
II (Kaupmannahöfn: Det kongelige nordiske oldskrift-selskab, 1889), 703–706,
719–730, 737–742. Ég þakka Ármanni Jakobssyni, Gísla Baldri róbertssyni, Haraldi
Bernharðssyni og Sveini Yngva Egilssyni fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.
Gripla XXVIII (2017): 237–258