Gripla - 20.12.2017, Side 238
GRIPLA238
Stykkishólmi.2 nýverið hefur hópur fræðimanna bætt fleiri handritum við
frá lokum 17. aldar til aldamóta 1800, mikið til með réttu.3 Hvað þetabrotið
varðar hefur Beeke Stegmann gengið frá vandaðri útgáfu með táknréttri,
stafréttri og orðréttri úrlausn. Hún gerir nákvæma grein fyrir brotinu sem
slíku en ræðir ekki tengsl textans við önnur handrit.4 Verður byrjað á því
atriði hér og síðan tekið til athugunar hvort AM 136 fol., elsta handritið
sem kennt er við Gullskinnu og fyrir vikið óháður vitnis burður um text-
ann, hafi verið skrifað beint eftir þetabrotinu. Rannsókn þessi er hluti af
stærra verkefni mínu um afritun fornrita á 17. öld en ætti jafnframt að bæta
nokkru við skilning okkar á varðveislu Njálu.
Sérstaða þetabrotsins
Þetabrotsblöðin tvö hafa verið notuð sem hlífðarkápur utan um prent-
aðar bækur. Enn mótar fyrir uppábroti á köntum og allmörg göt eru
eftir saumaskap. Árni Magnússon hefur tekið þau utan af bókum sem
urðu á vegi hans en hann getur þess ekki hvar það var eða hvenær. Á
fyrra blaðinu greinir frá eftirmálum mannskæðs bardaga Gunnars á
Hlíðarenda og Kolskeggs bróður hans við fyrirsátsmenn við Knafahóla. Á
síðara blaðinu má lesa um afrek njálssona utanlands og heimsókn Hrapps
Örgumleiðasonar til Guðbrands í Dölum.5 Samanborið við önnur elstu
handrit Njálu er texti þetabrotsins nokkuð styttur. Orðamunur neðanmáls
í útgáfu Konráðs Gíslasonar og Eiríks Jónssonar frá 1875 sýnir á annan tug
tilvika þar sem brotið er eitt um að sleppa texta. Hér verða birt tvö dæmi
2 Már Jónsson, „Var þar mokað af miklum usla. fyrsta atrenna að Gullskinnugerð njálu,“
Þorlákstíðir sungnar Ásdísi Egilsdóttur fimmtugri (reykjavík: Mettu sjóður, 1996), 52–55. um
Einar, sjá Susanne arthur, „Writing, reading, and utilizing Njáls saga: the Codicology of
Iceland’s Most famous Saga“ (Doktorsritgerð, university of Wisconsin, 2015), 78.
3 Ludger Zeevaert et al., „a new Stemma of Njáls saga,“ www.academia.edu/7317515/a_
new_Stemma_of_njáls_saga, 4–5, 15–19 (síðast skoðað 3. september 2017).
4 Beeke Stegmann, „two Early fragments of Njáls saga. a Diplomatic Edition of aM 162
b fol. θ and aM 162 b fol. κ“ (Ma-ritgerð, Háskóli Íslands, 2011), ii–xxv; sjá einnig Jón
Þorkelsson, „om håndskrifterne af njála,“ 683–684.
5 Stegmann, „two Early fragments of Njáls saga,“ ii–iv, xx; Njála. Udgivet efter gamle hånd-
skrifter I (Kaupmannahöfn: Det kongelige nordiske oldskrift-selskab, 1875), 297–312,
403–423; Brennu-Njáls saga, útg. Einar Ól. Sveinsson. Íslenzk fornrit XII (reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 1954), cli, 161–167, 206–213.