Gripla - 20.12.2017, Page 239
239
og til samanburðar er texti reykjabókar (aM 468 4to), sem er náskyldur.6
Þetabrotið er 2300 orð og samsvarandi texti Reykjabókar 2800 orð eða
22% lengri. Fyrra dæmið er reyndar úr nákvæmu afriti Reykjabókar sem
Jón Magnússon gerði fyrir Árna bróður sinn í byrjun 18. aldar (aM 467
4to), en þá voru í bókinni blöð sem glötuðust síðar.7 í Reykjabókardálki hér
eru þau orð feitletruð sem þetabrotið sleppir og núll sett í staðinn í dálki
þess. Miðað er við útgáfur Beeke Stegmann og Sveins Yngva Egilssonar
en fylgt stafsetningu og uppsetningu þess síðarnefnda; greinaskilum þó
sleppt.8 Blaða- og línutal brotsins er tilgreint eftir útgáfu Stegmann og
blaðsíðutöl í ritgerð hennar höfð innan sviga.
Dæmi 1
6 Njáls Saga. The Arna-Magnæan Manuscript 468, 4to (Reykjabók), útg. Jón Helgason. Manu-
scripta Islandica 6 (Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, 1962), xiii; sbr. Brennu-Njáls saga,
cliii.
7 Njáls Saga. The Arna-Magnæan Manuscript 468, 4to, xvii; Njála II, bls. 651.
8 Brennu-Njáls saga. Texti Reykjabókar, útg. Sveinn Yngvi Egilsson (reykjavík: Bjartur,
2004), 105–109, 134–138, 297; Stegmann, „two Early fragments of Njáls saga,“ 1–23.
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna
Brennu-Njáls saga. Texti Reykjabókar, 107.
„Þá skalt þú nefna þér votta og kveðja
búa alþingisreiðar að bera um það
hvort þeir væru í aðsókn þá er Hjörtur
var veginn. Þú stefnir Þorgeiri um leg-
orðssökina og svo Önundi um sökina
Tyrfings.“ Gunnar fór nú með öllu sem
honum var ráð til kennt af Njáli. Þetta
þótti mönnum undarlegur málatil-
búnaður. Fara nú þessi mál til þings.
Gunnar ríður til þings og synir Njáls
og Sigfússynir. Gunnar hafði sent mann
mágum sínum að þeir skyldu ríða til
þings og fjölmenna mjög, kvað þeim
þetta mundu mjög kappdrægt verða.
Þeir fjölmenntu mjög vestan.
Þetabrot, 1r, lína 24 (útg. 2, 9, 17).
„Þá skaltu nefna þér vátta og kveðja
búa alþingisreiðar og bera um það
hvárt þeir væri í aðsókn þá er Hjörtur
var veginn.“ 000000000000000000
000000000000000000000000000
000000000 Gunnar fer nú svá með öllum
stefnum sem njáll hefur gefið ráð til. 0000
000000000000000000000000000000
00000 Fara nú öll þessi mál til alþingis.
Gunnar ríður nú til þings og synir Njáls
og Sigfússynir. Gunnar hafði sent vestur
orð mágum sínum að þeir kæmi til
þings og fjölmennti mjög. 000000000
00000000000000000000000000000
0000000000000000000