Gripla - 20.12.2017, Page 240
GRIPLA240
Dæmi 2
auðséð er að skrifari þetabrotsins (eða forrits þess) var andsnúinn mála-
lengingum. Styttingar hans eru ekki villur í þeim skilningi að hann hafi
ekki gætt að sér eða slegið slöku við, heldur bera þær vitni um markvissa
ritstjórn. Vissulega fara lesendur einhvers á mis en söguþráðurinn heldur
sér. Dæmin sýna líka annan smávægilegan orðamun, svo sem að í dæmi
1 fara mál „til alþingis“ en ekki bara „til þings“ og í dæmi 2 ber Hrappur
öxina fyrir sér en hopar undan í reykjabók og þar hlaupa menn líka á
eftir honum. Það sama sést víðar og má taka tvö dæmi til viðbótar þar sem
brotið er eitt um texta. í dæmi 3 breytir skrifari merkingu orðanna „að
lyktum“ frá því að á endanum hafi verið farið fram á mikið fé yfir í að tekist
hafi samningar um að leita eftir ráðahag. Hann sleppir líka nafni Þorkötlu
og orðunum „feðgum“ og „atgöngu“.
Dæmi 3
Brennu-Njáls saga. Texti Reykjabókar, 106.
Þorgeir bað þá feðga liðveislu
og atgöngu en þeir fóru lengi undan
og mæltu til fé mikið að lyktum.
Var það í ráðagerðum að Mörður
skyldi biðja Þorkötlu dóttur Gissurar
hvíta.
Þetabrot, 1r, lína 11 (útg. 1, 8, 16).
Þorgeir bað þá 00000 liðveislu
000000000 en þeir fóru lengi undan
og mæltu til fé mikið og að lyktum
var það í ráðagjörðum að Mörður
skyldi biðja 00000000 dóttur Gissurar
hvíta.
Brennu-Njáls saga. Texti Reykjabókar, 138.
„alllítt lætur þú mig njóta mágsemdar,“
segir Hrappur, „en hefir þú eigi það
mannval að þetta muni skjótlega gera.“
Þeir stóðu upp en hann hopaði út undan.
Þeir hlaupa eftir en hann kemst á skóg
undan og höfðu þeir hans ekki.
Guðbrandur safnar liði og lét kanna
skóginn og finna þeir hann eigi því að
skógurinn var mikill og þröngur.
Þetabrot, 2v, lína 31 (útg. 7, 14, 23).
Hrappur mælti: „Illa muntu þá gera til
mágs þíns.“ 0000000000000000000
000000000000000000000000000
000000000000000000000000
00000 Hrappur hefir nú fyrir sér
öxina og kemst út og til skógar. 00000
Guðbrandur 000000 lét nú leita hans
um skóginn og finnst hann eigi. 00000
00000000000000000000