Gripla - 20.12.2017, Qupperneq 241
241
Í lýsingu á viðureign Hrapps við Ásvarð verkstjóra Guðbrands í Dölum
(dæmi 4) er í öðrum handritum látið duga að Hrappur höggvi í sundur
hrygginn á andstæðingi sínum og ekki er tekið fram að hann hafi drep-
ist. Brotið eykur því við að höggið hafi verið banahögg og er jafnframt
nákvæmara um að Hrappur hafi kippt undan fætinum á meðan reykjabók
lýsir viðbrögðum hans óbeint með ögn skáldlegri hætti.
Dæmi 4
Loks eru í þetabrotinu tilvik sem kalla má villur. Þannig skjöplast
skrifara í kynningu á Þorgeiri otkelssyni og segir hann „slægan“ á meðan
önnur handrit hafa „óslægan“, sem á betur við miðað við samhengið. Eins
er Þorgeir Starkaðarson sagður heimsækja „móðurfrænda sinn“ en ekki
„Mörð frænda sinn“ eins og í öðrum handritum.9 Þar sem segir af sátta-
viðleitni Hjalta Skeggjasonar ruglast skrifari á persónufornafni í svari
Gunnars, svo að skilyrði sem hann setur verður undarlegt: „Þá skaltu
aldregi vera í móti mér við hverja menn sem þú átt um.“ Öll önnur handrit
hafa eðlilegri texta: „við hverja sem eg á um“.10 um inngöngu Hrapps í
skála Guðbrands að Ásvarði drepnum eru önnur handrit sammála um að
þar hafi þá verið „fátt manna“ en brotið hefur „margt manna“.11
Árið 1962 benti Jón Helgason á að mikil líkindi væru með texta
þetabrotsins og texta Gullskinnu samkvæmt AM 136 fol. og AM 470 4to.
Hugboð hans var að Gullskinna og þetabrotið hefðu verið systur og jafn-
9 Njála I, 310, línur 3 og 6; Stegmann, „two Early fragments of Njáls saga,“ xxiv, 3, 10, 19
(þetabrot 1v, línur 24 og 25); Brennu-Njáls saga. Texti Reykjabókar, 109.
10 Stegmann, „two Early fragments of Njáls saga,“ 3, 10, 18 (þetabrot 1v, lína 13); Brennu-
Njáls saga. Texti Reykjabókar, 108.
11 Stegmann, „two Early fragments of Njáls saga,“ 7, 14, 22 (þetabrot 2v, lína 23); Brennu-
Njáls saga. Texti Reykjabókar, 137.
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna
Brennu-Njáls saga. Texti Reykjabókar, 137.
Hann hleypur að með öxi reidda og hjó
til fótar Hrapps en Hrappur brást við fast
og missti hann Hrapps. Hann sprettur á
fætur sem skjótast og þreif öxi sína. Síðan
vildi Ásvarður undan snúast. Hrappur
höggur í sundur í honum hrygginn.
Þetabrot, 2v, lína 17 (útg. 6, 14, 22).
Hann hljóp að með öxi og hjó
til fótarins honum. Hrappur kippti
undan fætinum. Hann þreif upp öxi
sína og hjó Ásvarð banahögg og í
sundur í honum hrygginn.