Gripla - 20.12.2017, Síða 242
GRIPLA242
framt systurdætur Reykjabókar.12 Hér verður gengið skrefinu lengra og lík-
indin túlkuð á þann veg að þetabrotið hafi verið hluti úr Gullskinnu og að
blöðin tvö séu það sem eftir er af henni. Verður Njála Jóns Gissurarsonar
könnuð með hliðsjón af þeirri hugmynd en fyrst farið nokkrum orðum um
manninn.
Jón Gissurarson
Jón fæddist árið 1589 eða 1590 og var með afbrigðum ættstór. Foreldrar
hans voru Gissur Þorláksson sýslumaður á núpi í Dýrafirði, bróðursonur
Gissurar Einarssonar biskups, og ragnheiður Pálsdóttir Jónssonar
á Staðarhóli og Helgu aradóttur Jónssonar biskups arasonar. Móðir
Gissurar var Guðrún Hannesdóttir, systir Eggerts lögmanns. Gissur fórst
í snjófljóði snemma árs 1597 og við arfaskipti 24. maí fékk Jón hálfan
núp á móti Magnúsi bróður sínum, sem var árinu yngri. Síðari maður
Ragnheiðar var séra Sveinn Símonarson í Holti í Önundarfirði. Þau gift-
ust haustið 1600 og eignuðust soninn Gissur árið 1604 en Brynjólf árið
eftir, síðar biskup. Jón lærði silfursmíði í Danmörku og Magnús nam
bartskeraiðn í Hamborg.13 Hannes Þorsteinsson telur að þeir hafi snúið
aftur til íslands vorið 1611 og ræður það af bréfi séra Sveins 12. nóvember
1610 um arf Ragnheiðar eftir móður sína, en þar segir að verði ekki gengið
að tilteknum kröfum þurfi að bíða þangað til „hennar tveir piltar komi
til landsins, sem mikið eru til manns komnir.“14 Jón Gissurarson var í
dómi ara Magnússonar í Ögri um kaupskap erlendra manna á Hóli í
Bolungarvík vorið 1615 og í Mýradómi í janúar 1616 um spænska skipbrots-
menn. Þá um sumarið gekk hann að eiga Þóru ólafsdóttur frá Hjarðardal
í Önundarfirði, ekkju Björns Þorvaldssonar sýslumanns Húnavatnssýslu;
var auður hennar ekki minni en hans. torfi sonur þeirra fæddist að núpi
12 Njáls Saga. The Arna-Magnæan Manuscript 468, 4to, xiii.
13 Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ). Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna 32: Jón Gissurarson
fræðimaður á núpi, 1–7; Annálar I, útg. Hannes Þorsteinsson (reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1922–1927), 192n; „ritgjörð Jóns Gizurarsonar um siðaskipta tímann,“
útg. Jón Sigurðsson. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta I (Kaupmannahöfn: S. L.
Møller, 1856), 644–647; Þór Magnússon, Íslenzk silfursmíð II (reykjavík: Þjóðminjasafn,
2013), 100.
14 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna 57: Sveinn Símonarson, 6.