Gripla - 20.12.2017, Side 243
243
9. október 1617.15 Jóns verður fyrst vart sem lögréttumanns á alþingi 1628
og hann var þar árið eftir, en síðan 1632, 1636, 1638, 1639, 1641, 1643 og
samfellt 1645–1648. Á alþingi sumarið 1645 deildu þeir Brynjólfur biskup
um arf eftir Ragnheiði móður þeirra og tókust samningar tveimur árum
síðar. Jón og Magnús héldu jörðum sem faðir þeirra hafði gefið henni en
Brynjólfur og Gissur fengu aðra fasteign jafngóða. Jón lést 5. nóvember
1648 í sóttarfaraldri.16
torfi sonur Jóns, sem varð prestur í Gaulverjabæ í flóa árið sem
faðir hans lést, minntist hans nokkru eftir 1676 og nefndi bókagerð:
„Hann skrifaði ei aðeins heilar postillur og margar heilagar bækur og
bæklinga, heldur og einnin þar að auki margar fornar fræðibækur af allra
handa landa og þjóða fornsögum og söguþáttum, landnámum og annálum,
rímnaflokkum og ýmsum kveðlingum, drápum og ljóðum, og öðru þess-
háttar, af hverju hann hefur eftir sig látið margar bæði innbundnar og óinn-
bundnar bækur, og jafnvel heila og stóra folianta.“17 Því miður segir hann
ekki hvenær Jón hófst handa við uppskriftir en sennilegt er að markmið
hans hafi verið það eitt að koma sér upp safni góðra texta eða eins og Peter
Springborg orðaði það árið 1977: „formålet må have været at skaffe et eget
bibliotek.“18 Handritin voru líka flest í fórum Jóns þegar hann lést og gengu
til einkasonarins.
Elsti tiltæki vitnisburður um fornfræðaáhuga Jóns er að rúmlega þrí-
tugur merkti hann sér svonefnda Trektarbók Snorra-Eddu, sem var skrifuð
árið 1595 í Þernuvík við Ísafjarðardjúp eftir handriti frá miðri 13. öld.
Því miður er ekki ártal við nafnið en frændi hans Jón Arason frá Ögri,
fæddur 1606, merkti sér bókina 12. mars 1626 og gaf hana síðan Ole
Worm prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn.19 Kristian Kålund
taldi að Sturlunga sögu (aM 114 fol.) hefði Jón skrifað um 1630 eftir
15 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna 32: Jón Gissurarson, 7–8; Alþingisbækur IV,
262, 314; Annálar I, 206n.
16 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna 32: Jón Gissurarson, 5–6; Einar Bjarnason,
Lögréttumannatal (reykjavík: Sögufélag, 1952–1955), 278–279; Alþingisbækur VI, 147, 183–
184, 221; Annálar III, 67, 120.
17 Annálar I, 179n–180n; „ritgjörð Jóns Gizurarsonar um siðaskipta tímann,“ 646–647; sbr.
Annálar III, 10.
18 Peter Springborg, „antiqvæ historiæ lepores – om renæssancen i den islandske hånd-
skriftproduktion i 1600-tallet,“ Gardar 8 (1977): 78.
19 Codex Trajectinus. The Utrecht Manuscript of the Prose Edda, útg. Anthony Faulkes. Early
Icelandic Manuscripts in facsimile XV (Kaupmannahöfn: rosenkilde og Bagger, 1985), 15.
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna