Gripla - 20.12.2017, Page 246
GRIPLA246
mikil“. Þá sleppti hann klámfengnum lýsingum eða stytti og lét galdravísur
(Buslubæn) eiga sig.28 Sturlunga hans (aM 114 fol.) er sama marki brennd,
eftir því sem Kålund útskýrir: „temmelig dilettantisk, med moderni-
seret og omskrivende sprog, vilkårlige udeladelser og misforståelser.“29
frjálsleg aðferð Jóns birtist greinilega í Árna sögu biskups í sama handriti.
Nákvæmur orðamunur er neðanmáls í útgáfu Þorleifs Haukssonar, sem
segir að eftirit Jóns sé „talsvert ónákvæmt og mikið um orðalagsbreyt-
ingar.“30 fáein dæmi duga. Jón skiptir iðulega út smáorðum: „og“ verður
„í“ (48) og „frá“ verður „af“ (49). oft víxlar hann orðum, þannig að
„sjálfum honum“ verður „honum sjálfum“ (45) og „þann stað sóru“ verður
„sóru þann stað“ (149). Hann hagræðir gjarnan orðalagi: „krossaðir“ verða
„kristnir“ (43) og „höfga“ verður „þunga“ (65) en „heimta“ breytist í „frétta“
(150). Ekki ósjaldan umorðar hann og jafnvel lengir textann, þannig að
„hinu mesta kappi“ verður „hinni mestu alvöru og kappi“ (49). Lengsta
viðbótin varðar fund Árna biskups og Magnúsar konungs Hákonarsonar
(67):
Hér og þar stytti Jón líka textann, til dæmis tímasetningar upp á latínu
og aðra kaþólsku (43, 46, 67). Síðast en ekki síst skrifaði hann laufléttar
athugasemdir frá eigin brjósti: „og svo framvegis“ (44); „og þótti það stór
skaði“ (67); „hvör eð var hans vinur og honum jafnan fylgjandi“ (147).
Öll þessi frávik má fella undir það sem fornfræðingurinn Martin West
kallar „textual discrepancy“.31 Skrifarar hagræddu textum af trúarlegum
28 Slay, The Manuscripts of Hrólfs saga kraka, 13; Die Bósa-Saga in zwei Fassungen, útg. Otto
Luitpold Jiriczek (Strassburg: Karl J. trübner, 1893), xiii–xv; tereza Lansing, „Permissible
Entertainment. The Post-medieval Transmission of fornaldarsaga Manuscripts in Western
Iceland,“ 355–357.
29 Kålund, „om håndskrifterne af Sturlunga saga,“ 268.
30 Árna saga biskups, xxviii. Dæmin eru tekin þar sem Reykjarfjarðarbók er læsileg; sjá bls.
42–50, 65–74, 145–152.
31 Martin West, Textual Criticism and Editorial Technique (Stuttgart: B. G. teubner, 1973),
15.
Reykjarfjarðarbók
... kom konungurinn inn og tók Árna
biskupi blíðliga og minntist til hans og
bað hann guði velkominn, og eftir litla
stund gekk konungurinn út.
Jón Gissurarson
... kom konungurinn inn og heilsaði
Árni biskup honum, en hann tók honum
blíðliga og bað hann guðvelkominn vera
og minntist til hans, og að lítilli stundu
liðinni gekk konungurinn út.