Gripla - 20.12.2017, Síða 247
247
ástæðum eða þeim ofbauð dónaskapur. Þeir gátu sér til um orð sem þeir
ekki skildu eða voru ógreinileg og jafnvel breyttu texta hugsunarlaust með
því að setja orð sem hljómuðu eins eða voru samheiti, jafnvel orð sem þeir
höfðu skrifað rétt áður. Nákvæm afritun var ekki aðalatriðið. í sumum
breytingum enduróma aðrir textar eða ólíkar útfærslur sömu texta, sem
skrifari hafði lesið eða heyrt lesna. Ofan á slíkar afbakanir kemur einfaldur
mislestur, til dæmis vegna stafagerðar eða styttinga í forriti. Bókstafir víxl-
uðust eða orðaröð og jafnvel er heilum línum sleppt eða stiklað frá einu
orði til sama orðs nokkru síðar.32 Jóni Gissurarsyni til málsbóta má þó
segja að hann skrifaði sér og sínum til skemmtunar og gætti þar af leiðandi
ekki fyllstu nákvæmni. Framtak hans var merkilegt og vert er að taka undir
orð Sture Hast sem árið 1960 óskaði þess að skrifuð yrði „en monografi
över Jón Gizurarson som avskrivare.“33
AM 136 fol.
Með ónákvæmni Jóns í huga verður njála hans (aM 136 fol.) nú borin
saman við þetabrotið út frá þeirri tilgátu að þar sé komið forrit hans og sjálf
Gullskinna. Tekið verður mið af þeirri útfærslu þýska fræðimannsins Pauls
Maas að fátítt sé að sanna megi að eitt handrit sé skrifað eftir öðru og öllu
líklegra að einungis sé unnt að sýna að handrit geti ekki verið skrifað eftir
öðru varðveittu handriti eða runnið þaðan um milliliði: „the dependence of
one witness on another cannot, as a rule, be demonstrated directly, but only
by excluding the possibility of its being independent.“34 Takist það ekki
verður að líta svo á að yngra handritið sé runnið frá hinu eldra. Markmiðið
32 West, Textual Criticism, 17–22, 25–27; sbr. 51, 128, 141. um þessi atriði má einnig lesa í odd
Einar Haugen, „Mål og metoder i tekstkritikken,“ Den filologiske vitenskap, ritstj. Odd Einar
Haugen og Einar thomassen (osló: Solum forlag, 1990), 169–176.
33 Sture Hast, Pappershandskrifterna till Harðar saga. Bibliotheca arnamagnæana 23 (Kaup-
mannahöfn: Ejnar Munksgaard, 1960), 149.
34 Paul Maas, Textual Criticism, þýð. Barbara flower (oxford: Clarendon Press, 1958), 42.
Fyrsta útgáfa þessarar merku bókar, Textkritik, kom út á þýsku árið 1927. Tíu árum síðar
birti Maas greinina „Leitfehler und stemmatische typen“ sem var aukið við aðra og þriðju
útgáfu bókarinnar árin 1949 og 1957, með enn frekari endurbótum. Þýsku hugtökin eru hér
höfð eftir ítalskri þýðingu verksins og er „Leitfehler“ þýtt þar sem „errore-guida“ og „errore
direttivo“ en einnig er getið um „errores significativi“ á latínu. „trennfehler“ er þýtt sem
„errore separativo“ og „Bindefehler“ sem „errore congiuntivo“; sjá Maas, Critica del testo,
þýð. nello Martinelli (flórens: Le Monnier, 1990), 55–57.
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna