Gripla - 20.12.2017, Page 248
GRIPLA248
hér verður þá að finna villur og önnur frávik sem útiloka að Jón geti hafa
skrifað eftir þetabrotinu. Enn verður stuðst við Maas, sem leggur til að við
ákvörðun á innbyrðis tengslum handrita sé stuðst við það sem á íslensku
mætti nefna „afgerandi villur“ og hann á þýsku kallaði „Leitfehler“, en er í
enskri þýðingu „indicative errors“. Slíkar villur geta verið aðgreinandi eða
sameinandi. Þær fyrrnefndu kallaði Maas „trennfehler“; á ensku „separa-
tive errors“. Þá er villa í eldra handriti (a) sem þarf að vera þess eðlis að
skrifari yngra handrits (B) hafi ekki haft næga vitneskju eða skarpskyggni
til að útrýma henni. Sé villan í A ekki til staðar í B getur B ekki verið
skrifað eftir eða runnið frá A, heldur er það sjálfstæður vitnisburður um
textann. Sameinandi villur, á þýsku „Bindefehler“ en „conjunctive errors“
á ensku, birtast aftur á móti í yngri handritum (B og C) en eru ekki í eldra
handriti (a). Þær þurfa að vera þess eðlis að ólíklegt sé að skrifarar hafi gert
þær hvor í sínu lagi.35 Hvorki B né C eru þá runnin frá A heldur eiga þau
annað sameiginlegt upphaf.
Er þá hægt að finna staði sem sýna að Jón geti ekki hafa skrifað eftir
brotinu? Eru villur þetabrotsins hjá Jóni? Gerir hann villur sem ekki er
hægt að útskýra með hliðsjón af því sem stendur í brotinu? reyndar er
ekki einfalt að segja til um það hvað sé beinlínis villa í afriti og má um það
vísa til þetabrotsins sem víkur um margt frá öðrum handritum en heldur
söguþræðinum ósködduðum. Maas gerði heldur ekki of strangar kröfur
og leyfði frávik sem ekki raska rennsli textans og afritarar geta ekki var-
ast. Dæmi væru aukasetning sem gleymist eða sannfærandi lagfæring
þrautreynds skrifara.36 Sama á við um breytingarnar sem West ræðir, svo
sem þegar skrifari einfaldar texta eða gerir hann læsilegri, bætir við nöfnum
eða eykur við athugasemdum og útskýringum. Það gerir hins vegar lítið
gagn að eltast við smáorð og ólíka stafsetningu.
Fyrst verða athuguð dæmin þar sem texta vantar í þetabrotið miðað við
Reykjabók. Verður gert ráð fyrir því að þetabrotið hafi verið forrit Jóns. í
dæmi 1 (hér stytt) sleppir hann orðinu „vestur“ og stiklar frá „alþingi“ til
„þings“, þannig að Gunnar fer hvergi. Línuskipting er í þetabrotinu „til
alþingis. Gunnar / ríður nú til þings“ og hefur auga Jóns þá hvarflað af
„til“ yfir á næsta „til“ eða frá þriðja síðasta orði í einni línu yfir á þriðja orð
í næstu línu. Í dæmi 2 (hér lengt) breytir hann „allmikilli“ forvitni í „mikla“
35 Maas, Textual Criticism, 42–43; sbr. Haugen, „Mål og metoder i tekstkritikken,“ 155–161.
36 Maas, Textual Criticism, 50–51.