Gripla - 20.12.2017, Page 249
249
og „illa muntu“ í „lítið vel viltu“ en gleymir „Hrappur mælti“. Hann lætur
hann svo „hafa upp“ öxina í stað þess að hafa hana „fyrir sér“, auk þess sem
kauði fannst „hvörgi“ í skóginum en ekki „eigi“. Þetta eru smávægilegar
tilfæringar sem ekki útiloka að Jón hafi skrifað eftir þetabrotinu.
Dæmi 1
Dæmi 2
Tilgáta mín stæði vel að vígi ef eitthvað þessu líkt ætti við um allan
þetabrotstextann. Svo er þó ekki og málið nokkru flóknara, því frávik Jóns
eru meiri í öðrum dæmum. Verður þá að meta hvort til greina komi að
hann hafi verið fær um að átta sig á því að texti þetabrotsins var ekki réttur,
annað hvort út frá samhengi og söguþræði eða á grundvelli fyrri þekkingar
á textanum. Í dæmi 3 eykur hann orðunum „atgöngu“ og „feðgum“ við
textann en líka nafni Þorkötlu, eins og er í Reykjabók. Hann útrýmir líka
„og“ en hefur í staðinn punkt á milli „fé mikið“ og „að lyktunum“. Það er
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna
Þetabrot, 1r, lína 24 (útg. 2, 9, 17).
Gunnar fer nú svá með öllum stefnum
sem njáll hefir gefið ráð til. fara nú öll
þessi mál til alþingis. Gunnar ríður nú
til þings og synir Njáls og Sigfússynir.
Gunnar hafði sent vestur orð mágum
sínum að þeir kæmi til þings og fjöl-
mennti mjög.
AM 136 fol., 37r.
Gunnar fer svo með öllum stefnum
sem njáll hefur ráð til gefið. fara nú öll
þessi mál til 000000000000000000
00 þings og synir Njáls og Sigfússynir.
Gunnar hafði sent orð 000000 mágum
sínum að þeir kæmi til þings og fjöl-
mennti mjög.
Þetabrot, 2v, lína 31 (útg. 7, 14, 23).
Hrappur mælti: „Ef þér er á því allmikil
forvitni þá lá eg dóttur þína.“
Guðbrandur mælti: „Standi menn upp
og taki Hrapp og skal drepa hann.“
Hrappur mælti: „Illa muntu þá gera til
mágs þíns.“ Hrappur hefir nú fyrir sér
öxina og kemst út og til skógar.
Guðbrandur lét nú leita hans um
skóginn og finnst hann eigi.
AM 136 fol., 46r.
Hrappur mælti: „Ef þér er svo mikil
forvitni á því þá lá eg dóttur þína.“
Guðbrandur mælti: „Standi menn upp
og taki Hrapp og skal drepa hann.“
000000000 „Lítið vel viltu gjöra til
mágs þíns.“ Hrappur hefur nú upp
öxina og kemst út til skógar.
Guðbrandur lét nú leita hans um
skóginn og fannst hann hvörgi.