Gripla - 20.12.2017, Síða 250
GRIPLA250
í vissum skilningi leiðrétting en breytir ekki merkingu í átt til þess sem er
í öðrum handritum.
Dæmi 3
Í dæmi 4 (sjá hér á bls. 241) sleppir Jón „og í sundur í honum hrygginn“
og lætur banahöggið duga, sem þetabrotið er eitt um allra skinnhandrita.
Í framhaldinu hefur hann að „fátt manna“ hafi verið í stofunni en ekki
„margt manna“, sem þetabrotið er eitt um. Það er í samræmi við önnur
handrit en reyndar líka eðlileg ályktun út frá einföldu hyggjuviti miðað við
að Hrappur komst auðveldlega undan.37 að sama skapi má túlka úrvinnslu
Jóns á setningu um Hjalta Skeggjason (sjá bls. 241) sem tilraun til að leið-
rétta texta þetabrotsins, sem augljóslega var ekki í lagi. Hvernig gat Gunnar
sett Hjalta skilyrði um málaferli sem hann ætti í en ekki Gunnar sjálfur?
Jón skrifaði því „sem þú átt um“ eftir brotinu en bætti við „og eg“ til að
gera ummælin skiljanlegri: „Þá skaltu aldrei vera á móti mér við hvörn sem
þú átt um og eg.“38 Önnur lagfæring væri þar sem þetabrotið segir Þorgeir
otkelsson „slægan“ en önnur handrit hafa hann „óslægan“ (sjá bls. 241).
Það er hann líka hjá Jóni, sem kann að hafa ályktað að varla væri Þorgeir
otkelsson slægur ef hann var trúlyndur, mikill og sterkur – eða hann
hefur lesið eða heyrt slíkan texta áður. í beinu framhaldi ruglaðist hann
næstum því á Þorgeirum og ætlaði að láta „hann“ duga en setti „Þorgeir
Starkaðarson“ á spássíu, með sama bleki. Einnig hafði hann „Mörð frænda“
en ekki „móðurfrænda“, eins og þetabrotið, enda kemur hvergi fram að þeir
hafi verið skyldir. Hér er klausan í heild:
37 AM 136 fol. Njáls saga með hendi Jóns Gissurarsonar, 45v; sbr. Njála I, 418–419, línur 82
og 92.
38 AM 136 fol. Njáls saga með hendi Jóns Gissurarsonar, 37v.
Þetabrot, 1r, lína 11 (útg. 1, 8, 16).
Þorgeir bað þá liðveislu en þeir fóru lengi
undan og mæltu til fé mikið og að lyktum
var það í ráðagjörðum að Mörður skyldi
biðja dóttur Gissurar hvíta.
AM 136 fol., 36v–37r.
Þorgeir bað þá feðga liðveislu og
atgöngu en þeir fóru lengi undan, og
mæltu til fé mikið. Að lyktunum varð
það í ráðagjörðum að Mörður skyldi
biðja Þorkötlu dóttur Gissurar hvíta.