Gripla - 20.12.2017, Page 251
251
Áður en fleiri frávik Jóns miðað við þetabrotið verða reifuð er vert að
auka við atriði sem við fyrstu sýn styrkir þá hugmynd að hann hafi skrifað
eftir þetabrotinu. Þar er nefnilega spássíugrein á síðara blaði með hendi
skrifara, sem fyllir upp í orðaskipti Hrapps og Kolbeins: „„Hvað viltu
mér?“ segir Kolbeinn. „Eg vildi að þú flyttir mig um haf,“ segir hann.“ fyrir
ofan viðbótina eru þrjú skástrik og jafnmörg á milli lína undir „son“ og yfir
„hver“ (sjá mynd 1).
texti þetabrotsins innan leturflatar er svona: „Kolbeinn spurði þenna
mann að nafni. „Hrappur heiti eg,“ segir hann. „Hvers son ertu?“ segir
Kolbeinn. Hrappur svarar: „Eg em son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis.“
Kolbeinn mælti: „Hver nauðsyn er þér á?“ „Eg hefi vegið víg,“ segir
hann“. Hér vantar augljóslega eitthvað: hvert var erindið? Viðbótin bjargar
því, en hvar nákvæmlega átti hún að koma? Í orðréttri útfærslu setur
Stegmann spássíugreinina á undan „Kolbeinn mælti“, sem óneitanlega
er skýrasta leiðin, því þá er fyrst spurt að nafni, síðan föðurnafni og loks
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna
Þetabrot, 1v, lína 24 (útg. 3, 10, 19).
Nú er að segja frá Þorgeiri Otkelssyni,
að hann gjörist nú mikill og sterkur,
trúlyndur og slægur. Hann var vinsæll
af enum bestu mönnum og ástsæll af
frændum sínum. Það var eitt sinn
að Þorgeir Starkaðarson kom til
Hofs að finna móðurfrænda sinn.
AM 136 fol., 37v.
Nú er að segja frá Þorgeiri Otkelssyni.
Hann gjörðist maður mikill og styrkur,
trúlyndur og óslægur. Hann var vinsæll
af hinum bestu mönnum og ástsæll af
frændum sínum. Það var eitthvört sinn
að hann ‘Þorgeir Starkaðsson’ kom til
Hofs að finna Mörð frænda sinn.
Mynd 1. Spássíugrein í þetabroti, 2v, línur 24–28. Táknrétt útgáfa Beeke Stegmann birt
með hennar leyfi.