Gripla - 20.12.2017, Side 252
GRIPLA252
erindinu. Þannig er líka meginmálstexti í útgáfunni 1875.39 Strikin þrjú eru
samt svolítið aftar í línunni og væri þeim fylgt nákvæmlega yrði textinn
óeðlilegur: „Kolbeinn mælti: „Hvað viltu mér“, segir Kolbeinn. „Eg vildi að
þú flyttir mig um haf,“ segir hann.“ Jón Gissurarson setur spássíutextann á
undan spurningu Kolbeins um föðurnafnið (viðbótin skáletruð):
Kolbeinn spurði þenna mann að nafni. „Hrappur heiti eg,“ segir
hann. „Hvað viltu mér?“ segir Kolbeinn. „Eg vildi að þú flyttir mig
um haf,“ sagði hann. „Hvörs son ertu?“ segir Kolbeinn. „Eg em
son arngunnleiða Geirólfssonar gerpis.“ Kolbeinn spurði: „Hvör
nauðsyn er þar á?“40
Spássíugreinin hefst í þetabrotinu við línuskipti: „Hrappur heiti / eg,
segir hann“. Eðlilegt væri að ætla að þar ætti hún að koma, það er að segja
áður en Kolbeinn spyr um föðurnafnið. Hefði því mátt gera ráð fyrir villu
af hálfu Jóns og fagna óyggjandi vitnisburði um forrit hans. Málið er samt
ekki svo einfalt því úrlausn hans er líka í Möðruvallabók – og þar af leið-
andi í útgáfu Einars ólafs Sveinssonar.41 Þegar litið er á orðamun í útgáf-
unni 1875 sést að í öllum öðrum skinnhandritum nema einu eru orðaskipti
Kolbeins og Hrapps með þessum dálítið skrýtna hætti: aM 133 fol. eða
Kálfalækjarbók (B), aM 309 4to eða Bæjarbók (D), aM 466 4to eða
oddabók (E) og GKS 2870 4to eða Gráskinna (G), auk tveggja handrits-
brota, aM 162 B fol. ε og aM 162 B fol. η. reykjabók (f), fyrir sitt leyti,
sleppir faðerninu: „Kolbeinn spurði þenna mann að nafni. „Hrappur heiti
eg,“ segir hann. „Hvað viltu mér?“ segir Kolbeinn. „Eg vil biðja þig að þú
flytjir mig um haf.“ Kolbeinn spyr: „Hver nauðsyn er þér á?““42 Þetta tilvik
sannar því ekki að Jón hafi skrifað eftir þetabrotinu en útilokar það ekki
heldur.
Strangt tekið gerði Jón bara eina alvöru villu miðað við þetabrotið,
þegar hann skrifar „Þú skalt og finna Tyrfing í Bjarnanesi“ í staðinn fyrir
„Þú skalt að finna Tyrfing í Berjanesi.“43 Að öðru leyti eru ótal frávik hans
39 Stegmann, „two Early fragments of Njáls saga,“ 12; Njála I, 410.
40 AM 136 fol. Njáls saga með hendi Jóns Gissurarsonar, 45r.
41 Brennu-Njáls saga, 209; Möðruvallabók, AM 132 fol. II. Text, útg. Andrea van Arkel-de
Leeuw van Weenen (Leiden: Brill, 1987), 35 (31r, dálkur 2, lína 6).
42 Njála I, 410n; Brennu-Njáls saga. Texti Reykjabókar, 135.
43 Stegmann, „two Early fragments of Njáls saga,“ 1, 8, 16 (þetabrot 1v, lína 4); aM 136 fol.
Njáls saga með hendi Jóns Gissurarsonar, 36v; sbr. Njála I, 297, lína 42.