Gripla - 20.12.2017, Page 253
253
af sama toga og frávikin sem þegar er getið úr Árna sögu biskups. Verður
aðeins sýnt úrval hér í nokkrum flokkum – þetabrotið fyrst og síðan Jón:
Orðaröð breytt
Fór Þorkatla heim með Merði 1r, 17] Þorkatla fór heim með Merði 37r
bræður Gunnars voru þeir 1v, 8] bræður voru þeir Gunnars 37v
Þótti Guðbrandi fyrst gaman að honum 2v, 10] og þótti Guðbrandi gaman
að honum í fyrstu 45v
við erum báðir illmenni 2v, 33] við erum illmenni báðir 46r
orðum skipt út með samheiti eða öðrum svipaðrar merkingar
að segja þeim hver firn í voru 1r, 9] og sagði hvör efni að í voru 36v
Þessi málatilbúnaður fréttist 1r, 20] Þessi málatilbúnaður spurðist 37r
Bað Arnljótur jarl fara til sem fyrst 2r, 2] Bað Arnljótur jarl koma til sem
fyrst 45r
hér muntu vera verða 2v, 9] hér muntu vera hljóta 45v
Smáræði bætt við
og þá eigi öll upp komin 1r, 10] og þó ei öll uppkomin þau sem hann mundi
hafa ráðið honum 36v
þar sem þeir fóru allir til áverka 1v, 7] þar sem þeir fóru til áverka og mann-
drápa 37v
að þú hugsir nokkura ráðagjörð 1v, 27] að þú hugsir nokkra ráðagjörð fyrir
mér 37v
Hann kom til Guðbrandsdala 2v, 3] Hann gekk þar til er hann kom til
Guðbrandsdala 45v
Smáræði sleppt
Skal eg og auka mikið sæmd þína ef þú sér vel fyrir 1v, 28] Skal eg og auka
mikið sæmd þína 37v
Skaltu fara að finna Þorgeir Otkelsson 1v, 33] Skaltu fara og finna Þorgeir
37v
Litlu síðar var byr og sigla þeir í haf 2r, 30] Litlu síðar gaf byr 45r
Hrappur sagði til sín og kvaðst vera íslenskur 2v, 7] Hrappur segist vera
íslenskur 45v
Allt er þetta innan skekkjumarka miðað við brigðula aðferð Jóns. Texti
þetabrotsins er það sérstakur og eintak Jóns Gissurarsonar svo líkt að
ekki kemur annað til greina en að hann hafi annaðhvort skrifað eftir
brotinu sjálfu eða þá handriti sem stóð því mjög nærri. Hér var lagt af stað
með þá tilgátu að fyrri kosturinn væri réttur. Við leiðarlok verður ekki
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna