Gripla - 20.12.2017, Page 254
GRIPLA254
annað séð en að hún fái staðist. Allar úrfellingar þetabrotsins eru hjá Jóni
og margvíslegur mismunur annar miðað við hina náskyldu Reykjabók.
Ýmislegt er þó ekki eins. Talsvert er um það í eintaki Jóns að texta sé
hnikað til með samheitum og ólíkri orðaröð eða þá að orðum er sleppt eða
aukið við. Hvergi er munurinn þó svo mikill að hann útiloki að Jón hafi
haft þetabrotið sem forrit, enda var hann ekki nákvæmur afritari og honum
hætti til að fara frjálslega með texta. Öðru kann að gegna þar sem texti hans
er réttari en texti brotsins, að hluta miðað við önnur skinnhandrit en líka
vegna þess að skrifari brotsins hefur á fáeinum stöðum misskilið textann
eða ekki vandað sig, samanber „slægur/óslægur“ og „móðurfrændi/Mörður
frændi“. Hér hefur Jón þá unnið með þeim hætti sem sænski fræðimað-
urinn Sture Hast kallar „regressioner“ og sýnir dæmi um frá 17. öld, það
er að segja „automatisk återgång från förlagans läsart till en i moderhand-
skriftet eller annan äldre handskrifts i stemmat förekommande läsart.“44
franski sagnfræðingurinn Marc Bloch orðaði þetta ágætlega á sínum tíma:
„Afritarar hafa stundum leiðrétt fyrirmyndir sínar. Jafnvel þótt þeir hafi
unnið sjálfstætt, hver í sínu lagi, leiddu sameiginlegar vitsmunalegar hefðir
þá oft að sömu niðurstöðu.“45
Niðurstaða
Hvergi í eintaki Jóns kemur nokkuð fyrir sem sýnir afdráttarlaust að það
geti ekki verið skrifað eftir þetabrotinu. Samkvæmt reglu Maas er það þá
runnið frá því. Að svo stöddu er óþarfi að gera ráð fyrir millilið, eins og
fræðimönnum hættir til að gera til útskýringar á orðamun. Hver ætti sá
skrifari líka að vera? Miklu líklegra er að frávikin hafi orðið til hjá Jóni,
enda eru í handriti hans atriði sem beinlínis má útskýra sem úrvinnslu á
texta þetabrotsins, ekki síst á villunni „sem þú átt um“ (sjá hér á bls. 250).
Verður því haft fyrir satt að AM 136 fol. sé skrifað eftir þetabrotinu og að
blöðin tvö séu það sem eftir er af Gullskinnu. Það er þó ekkert endilega
rétt og lokaniðurstaða veltur á því hvernig innbyrðis tengslum handrita af
Gullskinnugerð er háttað. Sú vinna er ekki til lykta leidd og nýtt stemma
Njáls sögu sem er í vinnslu getur ekki staðist um það atriði, því gert er ráð
44 Hast, Pappershandskrifterna till Harðar saga, 37.
45 Marc Bloch, Til varnar sagnfræðinni eða starf sagnfræðingsins, þýð. Guðmundur J. Guð-
mundsson (Selfoss: Sæmundur, 2017), 130.