Gripla - 20.12.2017, Side 255
255
fyrir sjö varðveittum afritum Gullskinnu og sextán handritum runnum frá
fjórum glötuðum afritum.46 Sé þetabrotið Gullskinna er Jón Gissurarson
einn til frásagnar um texta hennar og hin handritin runnin frá honum.
Öll hafa þau tyrfing í Bjarnanesi en ekki Berjanesi og þau sleppa bútnum
„alþingis. Gunnar ríður nú til“ (sjá hér á bls. 248–249), fyrir utan allt annað
sem vantar í þetabrotið miðað við önnur elstu handrit. Leiðréttingar Jóns
eru þarna líka. Þorgeir otkelsson er „óslægur“ og nafni hans Starkaðarson
hittir „Mörð frænda sinn“, með fleiru sem óhugsandi er að margir skrifarar
hafi leiðrétt á sama hátt, heldur hlýtur forritið að vera sameiginlegt eða að
hver skrifaði eftir öðrum. Vissulega víkja handritin oft frá Jóni í samein-
ingu og stundum er texti þeirra réttari, svo sem þegar sveinar tveir ræða
hjónaband unnar og Hrúts, að blygðunarkenndin bar Jón ofurliði: „Eg skal
þér Mörður vera og stefna þér af konunni og finna það til foráttu að þú
hefur ei sofið vel með henni.“47 Hér hafa önnur handrit Gullskinnugerðar
„sorðið hana“, eins og vera ber (aM 470 4to, aM 555 c 4to), eða setja rúnir
í stað „sorðið“ (BL add MS 4867).48 Hugsanlega er þetta lagfæring einhvers
þessara skrifara á Jóni út frá þekkingu þeirra á sögunni, en þetta frávik og
mörg önnur halda þeim valkosti opnum að það standist ekki að eintak Jóns
Gissurarsonar sé skrifað eftir þetabrotinu, heldur hafi Gullskinna verið
allt annað handrit, alfarið glatað, sem Jón og fleiri höfðu undir höndum
um miðbik 17. aldar. Tilgátan stendur því og fellur með vandaðri athugun
á innbyrðis tengslum handrita sem kennd eru við Gullskinnu, þar sem
tekið yrði tillit til misjafnra gæða en jafnframt könnuð aðföng skrifara
og aðgengi þeirra að handritum á skinni eða pappír. athuga verður aðra
texta sem sömu menn skrifuðu og í raun útheimtir saklaus spurning
um forrit eins handrits allsherjar rannsókn á vinnubrögðum og verklagi
fyrstu kynslóðar fornritaskrifara árin 1630–1660. Svo að aftur sé vísað í
Springborg, þá er „åbenbart at disse forhold trænger til en mere dybtgående
undersøgelse.“49
46 Vef. Zeevaert et al., „a new Stemma of Njáls saga,“ 1.
47 aM 136 fol. njáls saga með hendi Jóns Gissurarsonar, 6v–7r.
48 AM 470 4to. Njáls saga með hendi séra Ketils Jörundssonar, 20; AM 555 c 4to. Njáls saga
með hendi Halldórs Guðmundssonar, 5v: British Library. BL 4867. njáls saga með hendi
Jóns Þórðarsonar, 7r
49 Springborg, „antiqvæ historiæ lepores,“ 81.
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna