Fréttablaðið - 27.01.2018, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 27.01.2018, Blaðsíða 90
Raforkukerfið og uppbygging þess er mögulega ekki ofar­lega í huga margra frá degi til dags, þrátt fyrir gríðarlegt mikil­ vægi fyrir íbúa landsins. Tæknileg heiti, fræðilegar upplýsingar og skortur á aðgengi hafa frekar dregið úr áhuga á flutningskerfinu og varð það meðal annars til þess að Landsnet réðst í stefnumót­ unarvinnu fyrir fáeinum árum. Breytingar voru gerðar og árangur­ inn hefur ekki látið á sér standa. Hlutverk Landsnets er að tryggja hagkvæma uppbyggingu og rekstur flutningskerfis raforku. Stjórnendur fyrirtækisins veittu því athygli að óánægja var með það hvernig brugðist var við athuga­ semdum og ábendingum sem bárust, sérstaklega í tengslum við nauðsynlegar framkvæmdir. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarsviðs Landsnets, tók þátt í þeim breytingum sem gerðar voru í kjölfarið en þær miðuðu að því að gera upplýsingar aðgengi­ legar og bjóða til samtals á undir­ búningsstigi framkvæmda. „Þetta er mikil breyting á ferlinu okkar og gefur tækifæri til að taka tillit til ábendinga mun fyrr í ferlinu,“ segir Einar og bætir við: „Markmiðið er auðvitað eins og alltaf að gera hlutina eins vel og hægt er og taka, eins og mögulegt er, tillit til þeirra ábendinga sem okkur berast.“ Tækniþróun undanfarinna ára hefur gert það að verkum að fólk kýs að fá upplýsingar beint frá fyrirtækjum í stað þess að treysta á að fjölmiðlar matreiði þær og setji fram. Þá er mikill áhugi á beinu samtali við fyrirtæki. „Við hjá Landsneti ákváðum því að fyrirtækið þyrfti meðal annars að vera sýnilegt á stærstu samfélags­ miðlunum en þar eru nýjustu fréttir um starfsemina uppfærðar daglega. Einnig höfum við hvatt til þess að fólk hafi samband, sendi fyrirspurnir og ábendingar, og er öllum erindum svarað eins fljótt og kostur er.“ Enn fremur var unnið að því að allt það efni sem Landsnet gefur út sé ekki á tæknimáli, heldur að framsetning sé einföld og auð­ skiljanleg hverjum þeim sem hefur áhuga á að kynna sér það. „Flutn­ ingskerfi raforku skiptir okkur öll lykilmáli og það er nauðsynlegt að allar upplýsingar séu uppi á borðum, að það sé engin leyndar­ hyggja í gangi enda stefna okkar að sýna frumkvæði þegar kemur að upplýsingagjöf,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi. Samræmt samráð um framkvæmdir Meðal þess sem Landsnet bryddaði upp á í breytingunum var að ráða til fyrirtækisins samráðsfulltrúa en hann hefur það hlutverk að samræma samráðsferli Lands­ nets við helstu hagsmunaaðila, landeigendur og íbúa á svæðum þar sem liggur fyrir að leggja þarf línur. Elín Sigríður Óladóttir hefur starfað sem samráðsfull­ trúi Landsnets undanfarna sjö mánuði og heldur utan um samráð fyrirtækisins vegna tengingar Akureyrar og Hólasands, Hafnar­ fjarðar og Suðurnesja og Kröflu og Fljótsdals. „Með þessu erum við hjá Landsneti að ganga lengra en krafist er samkvæmt lögum og er þetta utan við hið lögbundna ferli,“ segir Elín og bætir við að eitt helsta markmið með samráðinu sé að tryggja stöðugt samtal á milli hagsmunaaðila og Landsnets, samtal sem einkennist af ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja og er góð leið til að auka skilning og betra upplýsinga­ flæði á milli aðila. Gott að fá sem mest af upplýsingum Landsnet kemur á fót vettvangi fyrir samráð vegna hverrar fram­ kvæmdar og setur af stað verkefna­ ráð þar sem helstu hagsmunaað­ ilar, fyrir utan landeigendur, koma saman og funda. Þá er jafnframt haft samráð við landeigendur með sambærilegum hætti. „Þetta hefur skilað árangri í öllum þeim ráðum sem skipað hefur verið í. Við fáum upplýsingar og ábendingar og skoðum þær. Stundum eru þetta einföld atriði sem auðvelt er að breyta og laga en síðan erum við að fjalla um framkvæmdir í heild sinni og sjá hvað hægt er að gera betur á öllum sviðum. Þá er það svo að okkar skoðun er ekki endi­ lega sú rétta og þá er gott að horfa á málin frá öðru sjónarhorni og fá fram ábendingar og nýjar hug­ myndir að lausnum,“ segir Elín. Á milli sjö og tólf manns sitja í verkefnaráðunum og markmiðið er að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna. Starfsmenn Landsnets og aðrir sérfræðingar koma inn á fundi með erindi í takt við stöðu verkefna og hlusta eftir viðbrögð­ um. „Við förum svo til baka og vinnum úr þeim hugmyndum og ábendingum sem koma til okkar.“ Fyrir utan það að verkefnaráð og landeigendur fundi eru einnig haldnir opnir íbúafundir og upp­ lýsingum miðlað í bæjarblöðum og á samfélagsmiðlum. „Við setjum líka allt á vef Landsnets, skýrslur, fundargerðir matsáætlanir, álit og annað sem fellur til vegna fram­ kvæmdanna. Allt sem fólk vill fá að vita er inni á vefnum. Okkur þykir þetta sjálfsagt og við erum að sjá árangur. Fólk hefur samband, það kallar eftir upplýsingum og óskar eftir kynningum. Og við verðum við því, enda miðlun upplýsinga um verkefni Landsnets mikilvæg fyrirtækinu.“ Hlutverk Lands­ nets er að tryggja hagkvæma uppbyggingu og rekstur flutnings­ kerfis raforku. Stjórn­ endur fyrirtækisins veittu því athygli að óánægja var með það hvernig brugðist var við athugasemdum og ábendingum sem bárust, sérstaklega í tengslum við nauðsynlegar fram­ kvæmdir. Elín Sigríður Óladóttir samráðsfulltrúi, Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi og Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs. MYND/ERNIR Opna á samtal við samfélagið Stefnubreyting hjá Landsneti hefur fært fyrirtækið nær samfélaginu og sérstakur samráðsfulltrúi tryggir að samtal eigi sér stað um helstu framkvæmdir frá upphafi til enda. Spurt og svarað og hugtakalisti Á vef Landsnets, landsnet.is, er að finna margvíslegan fróðleik um þau verkefni og framkvæmdir sem fyrirtækið vinnur að. Undir flipanum Framkvæmdir má til að mynda finna upplýsingar um lagningu línu á milli Akureyrar og Hólasands. Þar er helstu spurningum svarað um framkvæmdina, fundargerðir verkefnaráðs eru birtar og kynningar sem fram hafa farið á fundum þess. Jafnframt má finna á vefnum hugtakasafn fróðleiksfúsum til hægðar- auka. Þar má til dæmis lesa að deyfivöf eru vöf á pólum rafala ætluð til þess að deyfa svipular sveiflur í snúningshraða rafalanna. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . jA N úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 8 -4 C 0 0 1 E D 8 -4 A C 4 1 E D 8 -4 9 8 8 1 E D 8 -4 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.