Fréttablaðið - 27.01.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.01.2018, Blaðsíða 30
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 Fitjar Freysnes Hvolsvöllur Geysir Minni Borg Hveragerði Þorlákshöfn Búðardalur Ísafjörður Sauðárkrókur Dalvík Laugar Kópasker Raufarhöfn Vopnafjörður Húsavík Ásbyrgi Ólafsvík Seljalandsfoss Þingvellir Reykholt Flúðir Vegamót Akranes Borgarnes (2) Staðarskáli Blönduós Varmahlíð Akureyri (2) Mývatn Skjöldólfsstaðir Egilsstaðir Stöðvarfjörður Djúpivogur Reykjavík & nágrenni (> 4) Selfoss Hellisheiði Vík Kirkjubæjar- klaustur Jökulsárlón Nesjahverfi Skorradalur (3) Húsafell Reykjavík & nágrenni (6) Virkar hraðhleðslur Á áætlun 2018 Hleðslur Hlaða ON opnuð á Hvolsvelli. Hlaða er orð sem hefur fengið nýja merkingu. Þær eru orðnar 25 hlöðurnar sem Orka náttúrunnar hefur reist meðfram vegum landsins til að þjóna rafbílaeigendum og ON er ótvíræður leiðtogi á því sviði. Það eru tímamót fram undan í rekstri hlaðanna því um mánaðamótin mun sala á þjónustu hlaðanna hefjast. Bjarni Már Júlíusson, fram- kvæmdastjóri ON, hefur sjálfur ekið um á rafbíl í þrjú ár og þekkir því á eigin skinni hvað skiptir máli í rekstri rafbíls. Það var um áramótin að ON tilkynnti að sala á þjónustunni væri að hefjast. Bjarni Már segir að samtalið sem fyrir- tækið hefur átt við rafbílaeigendur frá áramótum hafi þegar breytt áformum fyrirtækisins. „Við erum öll að læra á nýja tíma og nýja tækni,“ segir Bjarni Már og vísar þar til rafbílavæðingarinnar sem verður sífellt örari hér á landi. „Þegar við settum upp fyrstu hraðhleðsluna hérna við Bæjar- hálsinn gat hún þjónað 90 bílum. Nú eru rafbílar og tengiltvinnbílar um fimm þúsund og við hjá Orku náttúrunnar erum himinlifandi yfir því að sífellt fleiri velji þennan umhverfisvæna og hagkvæma kost til að koma sér á milli staða. Þetta setur líka aukna ábyrgð á okkur sem höfum einsett okkur að vera í fararbroddi í uppbyggingu innviða fyrir þennan vaxandi hóp,“ segir Bjarni Már. Klárum hringinn fyrir páska Frá því fyrstu hlöðurnar með hraðhleðslum voru settar upp, árið 2014, hefur margt eflst í þjónust- unni. Eftir því sem fleiri framleið- endur hafa boðið frambærilega rafbíla hefur tegundum tengja í hlöðunum fjölgað. Miðlun upp- lýsinga um viðhald eða bilanir í hlöðunum hefur stóreflst með fjar- skiptatengingu þeirra og útgáfu á smáforritinu ON Hleðsla. Síðast en ekki síst hefur hlöðunum sjálfum fjölgað stöðugt. „Við lofuðum því að loka hringn- um,“ segir Bjarni Már. „Að opna landið fyrir rafbílaeigendum þann- ig að fólk á algengum bíltegundum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni geti ferðast milli landshluta án þess að traustur aðgangur að orku sé þeim hindrun. Þetta klárum við fyrir páska,“ segir Bjarni Már stað- fastur. Það vakti einmitt athygli að undir lok síðasta árs hlóðust hlöðurnar upp meðfram hringveg- inum. „Samhliða erum við að upp- færa appið þannig að það þjóni okkur rafbílaeigendum enn betur, treystum rekstraröryggið með vali á búnaði, fjarstýringum og aukinni reynslu af því að reka hlöðurnar og síðast en ekki síst aukum við þekk- ingu okkar á væntingum viðskipta- vinanna með því að hlusta á þá.“ Sambland af tíma og kílóvöttum Síðustu vikur og mánuði hefur ON verið að þróa og prófa sölukerfi fyrir þjónustuna í hlöðunum. Frá miðjum þessum mánuði hafa raf- bílaeigendur getað fengið senda heim ON lykla sem ganga að hrað- hleðslunum og svo virkjað þá með því að skrá greiðslukort á vef ON, on.is. Talsverð umræða hefur orðið meðal rafbílaeigenda og reyndar fleiri sem telja sig þekkja til um verðið og sölufyrirkomulagið. „Við höfum fylgst með þessum umræðum, tekið þátt í þeim og tekið mark á þeim,“ segir Bjarni Már og boðar hér breytingar á upphaflegum áformum ON. „Við boðuðum eingöngu tímagjald. Það hefur þann kost að hvetja til sem bestrar nýtingar á hraðhleðsl- unum. Sumum þótti það ekki sanngjarnt gagnvart eigendum bíla sem taka hægar inn á sig straum. Þess vegna höfum við ákveðið að fara blandaða leið,“ segir fram- kvæmdastjórinn. „Við lækkum gjaldið á mínútuna og seljum svo hverja kílóvattstund sem hlaðin er. Fyrir þá sem hlaða hraðast er verðið svipað og við gáfum út um Kort yfir hlöður Orku náttúrunnar Við lofuðum að opna landið fyrir rafbílaeigendum þannig að fólk á algengum bíl- tegundum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni geti ferðast milli lands- hluta. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmda- stjóri ON áramótin, í kringum 39 krónur mínútan, en við tókum tillit til ábendinga þeirra sem fannst á sig hallað.“ Rafmagnið er framtíðin Það eru geysilega spennandi tímar fram undan að mati Bjarna Más. Hann bendir á þau tækifæri sem rafbílarnir bjóði Íslendingum sem framleiði meira rafmagn á hvern landsmann en nokkur önnur þjóð og það allt úr endurnýjanlegum orkugjöfum, jarðhita og vatnsafli. „Rafmagnið og rafvæðing lands- ins færði okkur inn í nútímann á síðustu öld. Rafvæðing sam- gangnanna getur fært okkur inn í framtíðina!“ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . JA N ÚA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANdS 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -5 A D 0 1 E D 8 -5 9 9 4 1 E D 8 -5 8 5 8 1 E D 8 -5 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.