Fréttablaðið - 27.01.2018, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 27.01.2018, Blaðsíða 92
Rafmagn án rifrildis Orkuöryggi í íslenskum byggðar- lögum og skýr framtíðarsýn þegar kemur að orkuþörf Íslendinga er Ás- geiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku, efst í huga. Hann segir alla vilja búa við traust rafmagn og minni mengun. Bláa lónið er geysivinsæll og töfrandi áfangastaður sem væri ekki til nema vegna nýtingar jarðhita HS Orku í Svartsengi. Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. MYND/ANTON BRINK Á Íslandi er alltof mikill munur á orkugæðum á milli landshluta og það er beinlínis ósanngjarnt gagnvart íbúum þeirra landshluta sem búa við skerta orku. Þetta þarf heldur ekki að vera svona því fyrir hendi eru hreinar auðlindir sem hægt er að nýta fyrir þessi samfélög. Við þurfum því að fórna einhverjum náttúrugæðum og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvað gera skal og gera ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé orðið aðkallandi að huga að orkuþörf Íslendinga á komandi áratugum. „Við þurfum að hugsa um það núna hvað Ísland þarf mikla orku árið 2030, til viðbótar við það sem nú er. Á tímaskala orkuverkefna er mjög skammur tími til ársins 2030 en til er raforkuspá fyrir landið, sem var uppfærð í fyrra- sumar. Hún bendir til þess að þá þurfi orku sem nemur 150 mega- vöttum til viðbótar við núverandi framleiðslu, eða 15-20 megavött á ári, fyrir almenna samfélags- notkun og er þá ekki meðtalin orkuþörf stóriðju heldur eingöngu vöxtur samfélagsins, hús, hótel og hvaðeina sem þarfnast rafmagns. Hvaðan á það rafmagn að koma? Þeirri spurningu þarf að svara og ræða af alvöru um framtíðarorku- þörf Íslendinga í stað þess að gera ekki neitt, því það mun hafa mjög slæmar afleiðingar,“ segir Ásgeir. Einnig þurfi að horfa til þess að orka geti flust á milli landshluta því hún kunni að vera til á einu svæði og þörf fyrir að nýta hana annars staðar. „Í kerfinu eru margir flösku- hálsar, eins og dæmin sýna á Akureyri og Vestfjörðum, þar sem oft verður rafmagnslaust. Við þurfum að leysa þann vanda með nýtingu á hreinni, endurnýtanlegri orku í stað þess að brenna olíu til að keyra dísilvélar til framleiðslu rafmagns á vararafstöðvum. Á Íslandi er alltof mikið gert af því að brenna olíu en við eigum vita- skuld ekki að gera neitt af því. Hún er enda miklum mun dýrari en rafmagn hér á landi auk þess sem rafmagnið er hreinn og ómengandi orkugjafi,“ segir Ásgeir og vísar til Parísarsáttmálans sem Íslendingar eru aðilar að. „Við þurfum að standa við lofts- lagsskuldbindingarnar, virða sam- komulagið og framfylgja því. Við getum hæglega minnkað útblástur til muna og nýtt orkulindirnar betur með því að tryggja flutning orku á milli landshluta og ákveða hvað við viljum nýta og hvað ekki. Vitaskuld munu rísa upp deilur um ýmsar framkvæmdir og hvað má og má ekki, en þá umræðu þurfum við að taka af skynsemi og rökum sem virka fyrir raforkukerfið og samfélagið.“ Ný orkustefna fagnaðarefni Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er gert ráð fyrir nýrri orkustefnu fyrir landið. „Það er mikið fagnaðarefni,“ segir Ásgeir. „Orkustefnan hefur ekki enn litið dagsins ljós, í henni þurfa að felast grundvallarspurn- ingarnar: Á að bæta við orkufram- leiðslu í landinu eða ekki? Og þarf meiri orku til samfélagsins eða ekki? Ef ekki, þá þarf ekki að virkja, en samkvæmt orkuspá er vöxtur í íslensku samfélagi og hefur verið mikill á undanförnum árum. Því er hlutverk orkufyrirtækjanna að framleiða þá orku sem samfélagið þarf.“ Í nýja stjórnarsáttmálanum eru einnig áform um að tryggja betur orkuflutning á milli landsvæða og áframhald rammaáætlunar sem gætir að því hvað á að nýta og hvað ekki þegar aukinnar orku er þörf. „Ef við horfum fimmtán, tutt- ugu ár aftur í tímann hafa fram- kvæmdir strandað á fjölmörgum kærumálum í flutningskerfinu. Fræg mál tengjast Kröflu- og Þeistareykjalínum vegna stóriðju á Bakka. Mikið er um kærumál vegna skipulagsbreytinga sem heimila virkjanaframkvæmdir og ýmsar athugasemdir og kvartanir vegna umhverfismats og fram- kvæmdaleyfa verkefna sem tefja framkvæmdir og gera þær dýrari. Þegar Landsnet fékk loks að klára Kröflu- og Þeistareykjalínurnar var það í fyrsta sinn sem háspennulína var byggð á Íslandi í áratug! Sama gildir um orkuverkefni Lands- nets og verkefni Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og svipað gildir um vindorkuverkefnin, en þar er reyndar sá vankantur á að íslenskt regluverk fyrir vindorku vantar. Á meðan skortir sveitarfélög, sem heimila framkvæmdirnar, leiðar- vísi í vindorkumálum. Kærumálin gilda líka um verkefni HS Orku, þar sem menn hafa kært skipulags- breytingar vegna framkvæmda- leyfis, svo dæmi sé tekið,“ segir Ásgeir, sem fagnar því að í stjórnar- sáttmálanum sé líka gert ráð fyrir því að tryggja að kæruferli fari fyrr í gang og þau séu afgreidd svo þau tefji ekki framkvæmdir þegar búið er að vinna í þeim í langan tíma og veita í þær mikla fjármuni. „Það er kominn tími til að taka til í þessu umhverfi svo framkvæmdir geti hafist þegar ákvörðun hefur verið tekin um að verkefni megi fara í gegnum rammaáætlun og skipulagsferli, og án þess að það kosti endalaust rifrildi. Allt kostar það óhemju fjár- muni fyrir samfélagið og á meðan svo er stöndum við verr að vígi við að framfylgja okkar hluta lofts- lagsskilmálanna, höldum áfram að brenna dísilolíu í Bolungarvík og víðar til að framleiða varaafl og ennþá verður reglulega rafmagns- laust á Vestfjörðum.“ Verðmæt afleidd tækifæri Auðlindagarðurinn á Reykjanesi er dæmi um afleidd tækifæri sem liggja í jarðhitanýtingu HS Orku. „Við horfum til þess að á jarð- hitasvæðum og í nýtingu vatnsafls kunni að liggja fleiri afleidd tæki- færi og gæði,“ segir Ásgeir og nefnir Bláa lónið sem dæmi. „Bláa lónið væri ekki til ef ekki væri vegna jarðhitanýtingar í Svartsengi. Sömuleiðis verksmiðjan Carbon Recycling sem framleiðir fljótandi bensíníblöndunarefni (metanól) en allt hráefni sem hún notar kemur úr jarðhitavinnslu og getur verið bæði útflutningsvara eða til þess að spara innflutning. Allt er þetta þjóðhagslega mikil- vægt og dæmin eru fleiri: fiskeldi, fiskþurrkun, snyrtivörufram- leiðsla, gróðurhús og margt fleira. Við viljum því nýta afleidd tæki- færi til hagsbóta fyrir samfélagið, þau eru ákaflega atvinnu- og verðmætaskapandi, skapa mikla þekkingaröflun og jafnvel sérhæfð störf sem annars væru ekki til í landinu.“ 8 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . jA N úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RORKA íSLANDS 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 8 -5 F C 0 1 E D 8 -5 E 8 4 1 E D 8 -5 D 4 8 1 E D 8 -5 C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.