Ófeigur - 01.03.1908, Page 1
ÓFEIGU
Riistjórí: Benedikt Jónsson.
172/3. Marz 1908. CVI.
F1 ugrit
Aðalsteins Kristjánssonar.
„Par er mér úlfs von, er eg eyru sé.“
Pað hlýtur að hafa vakið meir en litla athygli
meðal kaupfélagsmanna, þegar musterismaðurinn A.
K. tók að útbýta þeim sínu fyrsta »kristilega smáriti«,
enda mun höf. svo hafa til ætlast, Pað var ekki held-
ur undarlegt, þótt kaupfélagsmenn héldu að nú væri
eitthvað alvarlegt um að vera, er slíkur maður fyndi
þörf til þess, að ávarpa félagsmenn, og leggja í tals-
verðan kostnað til þess að flytja þeim erindi sitt.*)
Og það gat ekki verið neitt smáerindi, sem slíkur
maður átti til almennings, maður, sem þjónustu veit-
ir við tvö siðbótamusteri: hofgæðinga og kaupmang-
ara, og þannig er kunnur fyrir kærleiksríka starfsemi
fyrir almenning og umbótahugsjónir. Nei, það hlaut
að vera eitthvað alvarlegt á ferðum, einhver spilling
og siðleysi, sem vara þyrfti almenning við. Nú hafa
*) Vonandi er hann ekki einn um kostnaðinn.
1