Ófeigur - 01.03.1908, Page 5

Ófeigur - 01.03.1908, Page 5
5 skrifara til þess, að afskrifa Ófeig. Sé svo, þá væri það hreinn og beinn handritastuldur. Pað er talið óheimilt, og jafnvel óærlegt, að gera þær bækur að opinberu umræðuefni, sem gefnar eru út á prenti, í handriti, sem kallað er; en hve miklu framar má ekki hið sama segja um Ófeig? A. K. fylgir sömu lífsreglum á ritvellinum og í viðskiftalífinu, beitir þar sömu vopnum. Auðvitað verður hann að nota þau vopn er þroski hans og smekkvísi leggja honum í hendur, um það er ekki að fást; hann verður að koma til dyranna eins og hann er klæddur, og það er alts ekki óheppilegt, að hann hefir gert það. Þetta var það, sem eg kallaði formhlið málsins; nú skulum við líta á tilefnið til þessarar deilu frá almennu sjónarmiði. Hvað var Joá efnið í þessu Septemberhefti Ófeigs, sem herferðin er hafin gegn? Ófeigur hefir margoft reynt að færa kaupfélags- mönnum heim sanninn um, hversu dýrt og»óprakt- iskt» það sé, að margir smákaupmenn reki viðskiftin við önnur lönd fyrir vora hönd, og hve mikill sparnaður það væri, ef vér gerðum það sjálfir í öfl- ugu kaupfélagi. Ófeigur hefir margoft fært góð rök fyrir því, að samkepnin milli margra kaupmanna, sem svo margir trúa að sé hið fullkomnasta og bezta form viðskiftanna, sé í raun og veru hið dýrasta, óvissasta og óhollasta fyrirkomulag viðskiftanna, al- veg á sama hátt fyrir þjóðarhaginn, eins og það væri fyrir bóndann að halda mörg og dýr hjú, ein- ungis til þess að taka við hlutunum af einum, og

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.