Ófeigur - 01.03.1908, Page 6

Ófeigur - 01.03.1908, Page 6
6 rétta þá öðrum, með rétti til þess að leggja gjöld á þá. — Ritgerðin í Sept. heftinu var nú ekkert ann- að en framhald röksemdaleiðslu fyrir þessari megin- setningu, studd með tölum úr opinberum skýrslum. Mér hafði oft fundist kaupfélagsmenn gefa röksemd- um Ófeigs helzt til Iítinn gaum, því ekki hefir svo flónsleg verzlun verið hafin af nokkrum ráðlaueum prangara, að ekki hafi einhverjir, kaupfélagsmenn næstum jafnt og aðrir, orðið til þess að veita henni fylgi sitt, styðja hana með viðskiftum sínum, og jafn- vel taka hana í ábyrgð. En meðan hugsunarháttur almennings er þannig, er þess ekki að vænta, að kaupfélagsskapurinn geti unnið nokkurt verulegt gagn, eða náð nokkrum þroska, því'að þessi aðferð er öflugt meðal til þess, að brjóta hann á bak aftur. í hinum opinberu hagskýrslum eru nú svo góð- ar sannanir fyrir málstað Ófeigs og áþreifanlegar, að eg áleit rangt að gefa ekki Iesendum hans kost á að kynnast þeim, eða nota þær ekki til stuðnings því, er eg álít gott og réttmætt málefni. Að fleirum hafi sýnst líkt og mér, sýnir það, að ritgerð mfn hefir verið tekin upp í tímarit kaupfélaganna án nokk- urrar tilhlutunar frá minni hálfu. Slíkar skýrslur eru líka til þess gerðar, að almenningur geti af þeim dregið hagfræðislega Iærdóma og sannindi. Rað var nú auðvitað, að kaupmönnum hér mundi mislíka þetta, og koma það illa, enda urðu þeir mér stórreiðir, einkum eftir að verðlagsskrárhefti Ófeigs kom út í Okt., þar sem eg benti á, hve gálaus kaup menn stundum gerðu, og tilfærði dæmi þess. Gremja

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.