Ófeigur - 01.03.1908, Page 7
7
kaupmanna hefir brotist út gegn mér á ýmsan hátt
nú í vetur, og stundum jafnvel dálítið broslega.
Fyrst fékk eg einskonar ógnunar- eða hótur.ar-skjal,
sem mér finst rétt að kaupfélagsmenn fái að sjá.
F>að hljóðar svona:
«F*ér hafið, herra sýsluskrifari Benedikt Jónsson,
«á síðastliðnu hausti, rekið af yður frásögu nokkra
«í Kaupfélags málgagninu «Ófeig» um það, að
»einn kaupmanna hér á Húsavík hafi selt bónda
«einum hveitissekk fyrir 15 kr. og getið þess um
»leið, að slíkt hveiti kosti eigi nema á tólfíu krónu
«í söludeild K. F>. F>ar sem þér vísvitandi þegið
»yfir því er mestu varðar í þessu máli, en það
«er samanburður á gæðum umrædds hveitis, og
«þar með rægið verzlun okkar til hagnaðar sölu-
«deilditjni, þá skorum við hér með á yður að
»upplýsa fyrir oss skriflega innan 3 daga, að sam-
«anburður yðar hafi réttur verið. Ef þér neitið
»þessu munum vér eigi láta hjá líða að upplýsa
«almenning um, að þér hafið hér af ásettu ráði
«sett þennan villandi samanburð í blaðið til þess
«að hnekkja atvinnu vorii. Munum vér ekki hika
'«við að lýsa yður opinberan ósannindamann að
«þessum ummælum og frásögu. Ætti slíkt að
«verða yður hvimleitt, þótt þér að sönnu séuð
«slíkum yfirlýsingum ekki óvanur. — Svar yðar
«óskast adr. til Bjarna Benediktssonar á Húsavík.
« Húsavík 17. des. 1907.
»Aðalst. Kristjánsson. Bjarni Benediktsson.
«J. A. Jakobsson. Pétur Jónsson.»