Ófeigur - 01.03.1908, Page 9
9
öðrum hagskýrslum. Það vill A. K. ekki heyra, ekk-
ert annað en að eg hafi rangfært þær. Hann verð-
ur að ráða sinni meiningu um það, og lesendurnir
sinni; þeir verða að dæma um hvatir okkar eftir Iík-
um, því að um tölurnar ætla eg ekki að þræta við A.
K., það gæti leitt til þess, að þrætan yrði persónu-
lega nærgöngulli en hún hefir verið frá minni hálfu;
eg hefi sneitt hjá því svo sem varð, og að eins rætt
það, sem opinbert var, og almenning varðar, og eg
læt ekki A. K. að svo stöddu leiða mig lengra, þótt
svo geti farið, og efni hafi eg allgóð í höndum.
Verzlunarskýrslurnar frá 1905 eru fyrir löngu komnar
út í stjórnartíðindunum, og þótt þær séu þar ekki
eins sundur liðaðar og hjá mér, þá geta þó lesend-
urnir borið saman ýmsar tölur í Ófeigi og lands-
hagsskýrslunum, er snerta verzlunina hér í Pingey-
arsýslu.
Hitt er ekkert undarlegt, þótt okkur A. K. greini
á um hverjar ályktanir og áætlanir dregnar verði af
verzlunarskýrslunum. Eg lít á þær frá almennu sjón-
armiði, skoða þær sem hagskýrslur, er alla varði, og
dreg af þeim almennar ályktanir frá sjónarmiði bænda
og annara framleiðenda, án nokkurs tillits til ein-
staklinga eða þeirra hagsmuna. Til þessa hefi
eg fullan rétt, hvað sem »atvinnu» kaupmanna líður,
og hversu mikið sem þeir reiðast mér. Pað sýnir
bezt hvers eðlis »atvinna» þeirra er, ef hún, frá kaup-
manna eigin sjónarmiði, ekki þolir hagfræðislega ran-
sókn. Um fullkomna nákvæmni ályktana minna og
áætlana má auðvitað deila endalaust, enað þær sýni